Dularfullt sæskrímsli markar upphaf heljar menningarveislu í Fjarðabyggð

Togari úti fyrir Austurlandi fékk stórt, dularfullt og áður óþekkt sæskrímsli í troll sitt og þurfti í kjölfarið aðstoð við að komast til lands á Eskifirði. Á bakkanum við Vélaverksmiðjuna geta íbúar og gestir á slaginu klukkan 17 á morgun vitnað þetta mikla skrímsli, sem hugsanlega á rætur að rekja í þjóðsögurnar, með eigin augum.

Lesa meira

Svavar Knútur: Það geta ekki allir sungið um partýin

Söngvaskáldið Svavar Knútur heldur þrenna opinbera tónleika eina leynitónleika á ferð sinni um Austfirði um helgina. Hann er nýlagður af stað í hringferð um landið til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni. Með henni lýkur hann fimmtán ára tímabili þar sem hann hefur í tónlist sinn fengist á við ýmsar birtingarmyndir sorgarinnar.

Lesa meira

Stýrishúsið er brú milli menningarheima

Tveir listviðburðir á Austurlandi um næstu helgi eru hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Í Kiosk 108 eða listaverkinu Stýrishús/Brú á Seyðisfirði verður dagskrá með neðanjarðarlistafólki úr ýmsum áttum. Skipstjórinn segir rýminu ætlað að vera brú milli ólíkra menningarheima.

Lesa meira

Norðfirðingurinn sem byggði upp blakið í Mosfellsbæ

Guðrún Kristín Einarsdóttir, Gunna Stína, flutti að austan fyrir fjörutíu árum en er alltaf jafn mikill Norðfirðingur. Hún hlaut nýverið viðurkenningu fyrir uppbyggingu blakstarfs í Mosfellsbæ og á landsvísu og segir að félagsmálavafstrið megi rekja til uppeldisins fyrir austan.

Lesa meira

Einstök myndlistarsýning í Löngubúð

Bræður hennar, Ríkharður og Finnur, náðu báðir miklum frama í listheiminum en Anna Jónsdóttir Thorlacius gaf þeim lítt eftir í listsköpun sinni þó minna færi fyrir. Þvert á móti eru verk hennar af náttúru og landslagi úr ullarkembum nánast einstakt fyrirbæri.

Lesa meira

„Tónleikar fyrir fólk á aldrinum 0 til 103“

Síðdegis í dag fara fram tiltölulega óhefðbundnir fjölskyldutónleikar í Löngubúð á Djúpavogi þegar þar verða flutt lög af nýrri hljómplötu sem ber nafnið Hjartans mál.

Lesa meira

Listafólk sækir heim á Innsævi

Yfir 30 viðburðir eru á dagskrá listahátíðarinnar Innsævis sem haldin verður í Fjarðabyggð í þriðja sinn í sumar og þeim mun fjölga. Sérstök áhersla er lögð á að fá listafólk með austfirskar tengingar, sem gengið hefur sérlega vel í ár.

Lesa meira

Stórafmælishátíð Egilsstaðakirkju afrakstur margra yfir langt tímabil

Stór hópur fólks hefur unnið sleitulítið að því síðan í haust að undirbúa hálfrar aldar afmæli Egilsstaðakirkju sem verður formlega haldið þann 16. júní næstkomandi með viðamikilli hátíðarguðþjónustu. Afmælisveislan byrjar þó óformlega strax á laugardaginn kemur í Sláturhúsi bæjarins.

Lesa meira

Líf Seyðfirðinga snýst um Fjarðarheiði

Sýningunni „Heiðin,“ með ljósmyndum og myndböndum Jessicu Auer um Fjarðarheiði, lýkur á föstudag í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Jessica segir heiðina bæði geta verið grimma en líka gullfallega.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.