Félagsmiðstöðin Hellirinn á Fáskrúðsfirði er var með skemmtilega kökuskreytingarkeppni fyrir skemmstu. Um tíu kökur kepptu um athygli dómarana sem áttu afar erfitt með að velja sigurvegarann.
Á morgun laugardag 7. mars verðu haldið málþing í Nesskóla í Neskaupstað. Um er að ræða skemmtilegt og fróðlegt málþing um heilbrigðan lífsstíl með áhugaverðum fyrirlesurum og kynningarbásum.
Helgina 6.-8. mars næstkomandi verður námskeið á Eiðum fyrir þá sem glíma við ofþyngd, matarfíkn og/eða átraskanir. Námskeiðið kallast Nýtt líf og er á vegum MFM miðstöðvarinnar, sem er meðferða- og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar og átraskana.
Góugleðinefnd íbúa á Jökuldal og í Jökulsárhlíð er alfarið skipuð fólki á aldrinum 18-35 ára. Formaður nefndarinnar segir að alltaf fylgi nýjar áherslur nýju fólki en hafnar sögum um að þorramat verði skipt út fyrir þorrapizzur.
Tunglið mun þekja 99,4% af sólinni fyrir Austfirðingum að morgni föstudagsins 20. mars sem er gerir Austurland að myrkasta svæði Íslands þann tíma. Stjörnuáhugamaður líkir því að fylgjast með sólmyrkva við að upplifa heimsendi.
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði er eitt af þeim tíu menningarverkefnum sem eiga möguleika á að hljóta viðurkenninguna Eyrarrósina í ár. Hún er veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.
Hljómsveitin Fura er á leið á norsku tónlistarhátíðina By:Larm sem er ein sú þekktasta þar í landi. Þrjár íslenskar sveitir koma fram á hátíðinni sem hófst í gærkvöldi.
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson frá Egilsstöðum er einn af nýjum eigendum Keiluhallarinnar í Egilshöll. Hann segir markmiðið að auka upplifun fjölskyldunnar af því að fara í keilu.