Austfirsk skáld til sölu á Menningarnótt
Ljóðaklúbburinn Hási Kisi, en hann skipa Hrafnkell Lárusson, Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson, stendur fyrir ljóðagjörningi á Menningarnót undir yfirskriftinni Skáld til sölu. Skáldin munu lesa ljóð sín gegn greiðslu, böðuð rauðu ljósi úti í gluggum á Hafnarstræti 17 í Reykjavík. Meiningin er að láta reyna á lögmál framboðs og eftirspurnar eftir ljóðlist.
Sannleiksnefnd skipuð til að fara yfir myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að leggja mat á hvort myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum sýni í raun og veru orminn. Ástæðan er ósk Hjartar um verðlaunafé sem bæjarstjórn Egilsstaða hét fyrir fimmtán árum hverjum þeim sem næði mynd af orminum.
Stiller býr sig undir Seyðisfjörð: 200 manns og götum lokað
Hollívúdd-leikstjórinn Ben Stiller heimsótti Seyðisfjörð í síðustu viku en lið hans er væntanlegt þangað eftir mánaðarmótin til að taka upp nýjustu kvikmynd hans. Von er á miklu umstangi í bænum í tengslum við tökurnar.
Opnun minjasvæðis á Skriðuklaustri og 500 ár frá vígslu klausturkirkju
Um helgina 18.-19. ágúst verður Skriðuklausturshátíð í Fljótsdal. Tilefnið er ærið því að lokið er tíu ára rannsókn á rústum hins forna Ágústínusarklausturs sem þar stóð á 16. öld.
Færeyingar stigu þjóðdans á Egilsstöðum: Myndband
Stór hópur Færeyinga, sem heimsótti Austurlandi í vor, vakti mikla lukku þegar hann steig dans fyrir utan verslun Nettó á Egilsstöðum. Fjöldi heimamanna tók þátt í dansinum.
Sjálfboðaliðar frá SEEDS hlóðu torfvegg á Skriðuklaustri
Sjálfboðaliðar SEEDS voru við leik og störf á Skriðuklaustri fyrr í þessum mánuði. Að þessu sinni var hópur sjálfboðaliðanna einkar fjölbreyttur en þátttakendur komu frá Hollandi, Þýskalandi, Tékklandi, Spáni, Slóveníu og Suður-Kóreu.
Fleiri myndir af Lagarfljótsorminum: Ásókn í verðlaunaféð
Fleiri myndir hafa borist sveitarfélaginu Fjótsdalshéraði af Lagarfljótsorminum sem fyrir fimmtán árum hét verðlaunafé hverjum þeim sem birti ósvikna mynd af orminum. Í gær var skipuð sannleiksnefnd til að fara yfir myndband Hjartar Kjerúlf frá í vetur. Útlit er fyrir að verkefni nefndarinnar verði fleiri.
Neistaflug í 20. sinn
Neistaflug var haldið í tutugasta sinn í Neskaupstað yfir Verslunarmannahelgina. Skemmtileg dagskrá var í gangi alla helgina.