Skipuleggjendur, tónlistarmenn, Norðfirðingar og gestir rokkhátíðarinnar Eistnaflugs bera sig vel eftir hátíðina í Neskaupstað um síðustu helgi. Fréttir af fíkniefnamálum á hátíðinni hafa samt vakið upp umræðu um íslenskar útihátíðir.
Uppselt er á tónlistarhátíðina Bræðsluna sem fram fer á Borgarfirði síðasta laugardaginn í júlí. Tónleikahaldarar eru ánægðir með söluna sem hefur aldrei verið betri.
Bandaríski stórleikarinn Ben Stiller hefur eytt deginum í að þvælast um á Seyðisfirði og skoða tökustaði. Hann hyggst koma þangað aftur í haust og taka upp nýjustu kvikmynd sína, The Secret Life of Walter Mitty.
Skipt hefur verið um vefmyndavél við Hveradal í Kverkfjöllum. Nú er komin víðari mynd af Galtarlóni (lónið í botni Hveradals) auk þess sem hverasvæðið sjálft sést betur.
Falleg sjón blasti við seinnipartinn í gær þegar um 17 fisflugvélar úr Fisfélagi Reykjavíkur voru lentar á Egilsstöðum, og búnar að stilla sér upp á túni Egilsstaðabýlisins.
Norðfirska hljómsveitin Coney Island Babies sendi nýverið frá sér hljómplötuna Morning To Kill. Átta laga skífa sveitarinnar er enn eitt rósið í hnappagat norðfirskrar tónlistar.
Á netið er komið gagnvirt kort af Seyðisfirði með ýmsum upplýsingum um byggð og mannlíf í Seyðisfirði. Sérstök áhersla er lögð á sterk tengsl við hafið og ströndina.