Svíar eru þeir sem allir spá sigri í Eurovision þetta árið en söngkona þeirra hefur átt í vandræðum með að halda lagi á æfingum. Hollendingar senda loksins gott lag að mati Eurovision-sérfræðings Agl.is í Bakú en seinna undanúrslitakvöldið verður í kvöld.
Höfundur: Flosa Jóni Ófeigssyni í Bakú • Skrifað: .
Íslenski hópurinn stóð sig frábærlega á lokarennsli fyrir fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Sérfræðingur Agl.is, sem er á staðnum, segir íslenska atriðið með þeim betri sem komi fram í kvöld. Hann spáir í spilin fyrir kvöldið í kvöld.
Hátt í fjörutíu nemendur poppdeild tónskóla Fellabæjar fluttu í gærkvöldi lög Ingimars Eydal. Kennari þeirra segir að lög Ingimars hafi orðið fyrir valinu því fáir krakkana þekktu til hans og þörf að kynna tónlistarmanninn fyrir þeim.
Þó nokkrir Austfirðingar hafa sótt í flugnám hjá Flugakademíu Keilis. Áhugasömum Austfirðingum bauðst í dag tækifæri á að fara í kynningarflug með Keilisfólki á Egilsstaðavelli.
Pelíkaninn opnar, nýtt leikverk með söngvum eftir Seyðfirðinginn og leikstjórann Ágúst Torfa Magnússon var frumsýnt hjá Leikfélagi Seyðisfjarðar síðastliðinn föstudag.
Í tilefni af 20 ára afmæli Einkaklúbbsins býður Arion banki viðskiptavinum sínum sem eru í vildarþjónustu bankans á tónleika með Diddú, Agli Ólafssyni og Jónasi Þóri undirleikara í Egilsstaðakirkju, þriðjudaginn 8. maí kl. 19:30.
Flugakademía Keilis verður á Egilsstöðum á morgun, miðvikudag, til að kynna flugnám og annað námsframboð við skólann. Keilismenn munu taka tal á heimafólki, hitta gamla nemendur, bjóða áhugasömum að skoða eina af kennsluflugvélum Keilis og fara í kynnisflug yfir bæinn.
Arion banki og Einkaklúbburinn buðu viðskiptavinum á tónleikaum í Egilsstaðakirkju í síðusut viku. Eftir að hafa hitað upp í útibúi Arion á Egilsstöðum fyrr um daginn, þar sem Diddú og Egill tóku nokkur lög, dönsuðu við viðskiptavini og slógu á létta strengi, var síðan fullt út úr dyrum á tónleikunum um kvöldið.
Nokkrir vaskir bíleigendur héldu Subaru-daginn í annað sinn í Neskaupstað í síðustu viku. Átta nemendur og kennarar við Verkmenntaskólann mættu og stilltu upp bílunum sínum til sýnis.