Raggi Bjarna ógleymanlegur
Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi var haldin í 25. skipti síðastliðna helgi. Þar mátti sjá marga fremstu tónlistarmenn landsins ásamt heimamönnum leika undraverða tónlist.
Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi var haldin í 25. skipti síðastliðna helgi. Þar mátti sjá marga fremstu tónlistarmenn landsins ásamt heimamönnum leika undraverða tónlist.
Fjöldi Héraðsmanna og gesta lögðu leið sína í Tjarnargarðinn á Egilsstöðum í dag í blíðskaparveðri til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni þjóðhátíðardagsins. Agl.is mætti með myndavélina á lofti.
Tónlistarhátíðin Vegareiði var haldin í Bragganum við Sláturhúsið á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Á hátíðinni komu fram sveitir eins og Br. Önd, Gunslinger og Vax.
Þórdís Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Ullarvinnslu Frú Láru á Seyðisfirði, var á þjóðhátíðardaginn sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands.
Sigríður Friðný Halldórsdóttir, grunnskólakennari á Egilsstöðum, fékk viðurkenningu Rótarýfélags Fljótsdalshéraðs fyrir vel unnin störf fyrir samfélagið og kennslu barna. Viðurkenningin var afhent á 17. júní hátíðarhöldum á Egilsstöðum í dag.
Skógardagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur á Hallormsstað á morgun. Gleðin hefst reyndar í kvöld þegar boðið verður upp á grillað lambakjöt og keppt í hrútaþukli.
Eins og undanfarin ár býður Alcoa Fjarðaál konum til kaffisamsætis í álverinu í tilefni kvennadagsins sem er á morgun, 19. júní. Samkoman hefst í mötuneytinu kl. 17. Starfsmenn flytja ávarp og skemmta gestum með tónlist auk þess sem Tryggvi Hallgrímsson kynnir starfsemi Jafnréttisstofu og lög um jafnrétti. Að lokum verður boðið upp á skoðunarferð um álverið. Fjarðaál hvetur konur á Austurlandi til að fjölmenna í kvennakaffið.
Útskriftarnemdar úr búvísindum og hestafræði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri eyddu tveimur dögum á Austurlandi í útskriftarferð sinni hringinn í kringum landið fyrir skemmstu. Hópurinn heimsótti nokkra austfirska sveitabæi og skoðaði vinnubrögðin þar.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.