Damien Rice á Borgarfjörð

Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice spilar á Bræðslutónleikunum á Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Þetta var staðfest af tónleikahöldurum í morgun.

Lesa meira

Vinnuíbúðir fyrir ferðamenn

Fljótsdalshreppur hefur keypt þrjú hús af verktakafyrirtækinu DSD, sem vann að byggingu Fljótsdalsstöðvar. Húsin eru í Hvammseyri og bjuggu verkamenn í þeim á meðan stöðin var byggð. Hluta húsanna stendur til að nýta sem gistiaðstöðu fyrir ferðamenn.

Lesa meira

Ný störf á Breiðdalsvík

fsikiii.jpgÞað er ekki á hverjum degi sem auglýst eru ný störf á Breiðdalsvík. Það eru hins vegar ánægjuleg tíðindi að Breiðdalshreppur hefur nú auglýst tvær stöður lausar vegna verkefnisins “Í fótspor Walkers.” Hreppurinn auglýsir eftir verkefnisstjóra jarðfræðiseturs og verkefnisstjóra ferða- og menningarmála. Umsóknarfrestur er til 3. mars.

Á vef Breiðdalshrepps má finna nánari upplýsingar

Lomberslagur við Húnvetninga

lomberinn.jpg

Laugardaginn 12. apríl munu Austfirðingar mæta Húnvetningum í lomberslag að Öngulsstöðum í Eyjafirði. Reiknað er með að allt að 20 manns úr hvorum landshluta mæti og spili frá hádegi til kvölds. Er þetta í þriðja sinn sem efnt er til viðburðar af þessum toga en austanmenn mættu norðanmönnum 2005 og 2007 og fóru Húnvetningar með sigur af hólmi í bæði skiptin. Austfirðingar eiga því harma að hefna. Það er Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri sem heldur utan um lombermálin eystra og geta þeir sem hafa áhuga á að fara norður haft samband í síma 471-2990.

Elísabet vinnur ljósmyndasamkeppni Djúpavogshrepps

Djúpavogshreppur hefur tilkynnt um úrslit í ljósmyndakeppni um myndir af Búlandstindi. Í fyrsta sæti var valin mynd Elísabetar Guðmundsdóttur, en hún er að sjálfsögðu af Búlandstindi þegar hann skartar sínu fegursta. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir ljósmyndir í 2.-4. sæti auk þess sem frumlegasta myndin var valin.

Til að sjá verðlaunamyndirnar er hægt að smella hér og fara inn á vef Djúpavogshrepps.

bulandstindur_nr1.jpg

Lesa meira

Þrír sóttu um sveitarstjórastarf á Borgarfirði

borg_eyst.jpgÞrír umsækjendur eru um starf sveitarstjóra í Borgarfirði eystra. Á hreppsnefndarfundi í gær var ákveðið að umsóknarfresturinn væri liðinn og verður ekki tekið við fleiri umsóknum. Umsækjendurnir verða boðaðir til viðtals síðar í vikunni.

Umsækjendur:

Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, Akureyri.

Ásta Margrét Sigfúsdóttir, Borgarfirði eystra.

Jón Þórðarson, Akureyri.

 

Eins og áður hefur komi fram mun Steinn Eiríksson fráfarandi sveitarstjóri ljúka störfum eins fljótt og honum er kostur, vegna anna í fyrirtæki sínu Álfasteini.

Lesa meira

Trjálífinu lýkur

trjalif.jpg

Um helgina lýkur sýningu Handverks og hönnunar Trjálíf að Skriðuklaustri. Á sýningunni er fólk og dýr úr tré eftir átta íslenska handverksmenn. Sýningin hefur vakið mikla athygli bæði meðal barna og fullorðinna. Sumir munanna hafa hvergi verið sýndir áður þannig að hér gefst Austfirðingum einstakt tækifæri til að skoða íslenskt handverk eins og það gerist best. Munirnir eru allt frá eins sentímetra háum ísbjarnarhúnum upp í 130 cm háa kerlingu að norðan og allt þar á milli. Sýningin verður opin laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. apríl frá 13 – 17 báða dagana.

Jón Þórðarson ráðinn sveitarstjóri á Borgarfirði

Hreppsnefnd Borgarfjarðar eystri samþykkti einróma á aukafundi í gærkvöldi að Jón Þórðarson frá Akureyri skildi ráðinn sveitarstjóri hreppsins. Stefnt er að því að Jón hefji störf 1. mars næstkomandi. 

 borg_eyst.jpg

Fljótsdælingar fagna Axarvegi

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps fagnar áætlunum um byggingu nýs vegar um Öxi og hvetur til þess að þeim verði hraðað sem unnt er.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar