Hlymsdalir skal hún heita

Ný félagsaðstaða eldri borgara á Fljótsdalshéraði ber nafnið Hlymsdalir. Aðstaðan er á 530 fermetrum á jarðhæð nýbyggingar í miðbæ Egilsstaða og hin glæsilegasta. Malarvinnslan byggði húsið. Íbúðir eru enn í smíðum á efri hæðum og ætlaðar fólki yfir miðjum aldri.

 

 

 

 

 

 

 Á myndinni má sjá Önnu Einarsdóttur afhenda hjónunum Erlu Jóhannsdóttur og Boga Ragnarssyni viðurkenningu fyrir nafngift húsnæðisins.

hlymsdalir_1.jpg

Lesa meira

Drengur slasast í Svínadal

Drengur, sem var með föður sínum á rjúpnaveiðum í Svínadal í Reyðarfirði, slasaðist alvarlega í dag. Hann hrapaði fram af klettum, átta til tíu metra niður. Björgunarsveitin Ársól sótti drenginn og var hann fluttur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum til Reykjavíkur á sjúkrahús.

Lesa meira

ARKÍS hyggst loka starfsstöð á Egilsstöðum

ARKÍS hefur sagt starfsmönnum sínum á Egilsstöðum upp og verður starfsstöð fyrirtækisins þar lokað 1. febrúar að öllu óbreyttu. Þrír starfsmenn voru hjá fyrirtækinu á Egilsstöðum til skamms tíma, en eru nú tveir. Einar Ólafsson, byggingafræðingur, sem starfað hefur hjá ARKÍS segir stöðuna mjög erfiða hjá arkitektum og byggingafræðingum um land allt.

Lesa meira

Tap í körfunni

Höttur tapaði í dag heimaleik í körfunni fyrir Hamri frá Hvergerði í 1. deild karla og höfðu Hamarsmenn yfirburði allan leikinn. Lyktir urðu 71 stig Hattar gegn 113 stigum Hamars.

Næstu leikir Hattar verða gegn Val í Vodafone höllinni í höfuðstaðnum 7. nóvember og 15. nóvember á Egilsstöðum við Þór frá Þorlákshöfn.httur_hamar.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hattarmenn reyna að koma við vörnum gegn Hamri.

 

Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

 

 

Fjölskyldudagur hjá Alcoa í dag

randulffs_net_1.jpg 

Starfsfólk Alcoa Fjarðaáls gerir sér glaðan dag með fjölskyldum sínum í dag. Fjörið verður á Eskifirði, þar sem börn og fullorðnir taka þátt í ýmsu sprelli í kringum gamla Randulffssjóhúsið á vegum ferðaþjónustunnar á Mjóeyri. Gönguferðir, fjörulall, leikir og grill eru meðal annars á dagskránni.

Lesa meira

Grisjast um mannskap í Hraunaveitu

Það fækkar á framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar við Hraunaveitu í dag. Þá fara fimmtíu pólskir starfsmenn heim og koma ekki aftur. Síðustu erlendu starfsmennirnir við framkvæmdirnar fara um leið og vinna leggst af á svæðinu vegna vetrarríkis. Það verður líklega um miðjan nóvember. 

 

 

 

 

karahnjukar.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

Hitaveita hækkar gjaldskrá

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að hækka gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar um 20,5%. Ástæðan er rakin til hærra raforkuverðs. Íbúar eru missáttir við hækkunina, sem mun skila 12 milljónum króna í tekjur til Hitaveitunnar.

Lesa meira

Stigamet í Útsvari

ImageLið Fljótsdalshérað setti í kvöld stigamet í spurningakeppninni Útsvari. Liðið vann lið Vestmannaeyja með 117 stigum gegn 63 og tryggði sér þar með þátttöku í næstu umferð. Lið Fljótsdalshéraðs skipuðu Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi, Stefán Bogi Sveinsson, framkvæmdastjóri UÍA og Urður Snædal, skrifstofudama.

Drífandi syngur á Heklumóti

Karlakórinn Drífandi á Fljótsdalshéraði syngur á Húsavík næstkomandi laugardag ásamt sjö öðrum karlakórum, undir yfirskriftinni Heklumót 2008.

Kórarnir munu meðal annars frumflytja nýtt íslenskt tónverk og koma á þriðja hundrað karlraddir að flutningnum.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.