Listamaðurinn Þór Vigfússon frá Djúpavogi opnar sýningu í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag. Sýningarstjóri lýsir verkunum á sýningunni sem einföldum en fjölbreyttum, litríkum og róandi, sem sé list sem eigi vel við Seyðfirðinga á þessum tímum.
Íbúar Seyðisfjarðar hafa verið valdir Austfirðingar ársins 2020 af lesendum Austurfréttar. Heiðurinn hljóta þeir fyrir samhug, samheldni og skjót viðbrögð í skriðuföllunum og rýmingu bæjarins í desember.
Þorrablótin á Austurlandi hafa týnt tölunni eitt af öðru síðustu vikur vegna Covid-faraldursins. Reyðfirðingar geta ekki haldið blótið sem átti að vera númer 100 í röðinni en hafa tekið upp skemmtidagskrá sem sent verður út rafrænt.
Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, 26 ára Egilsstaðabúi, var komin 32 vikur á leið og hlakkaði til að fara í fæðingarorlof þegar hún greindist með eitilfrumukrabbamein í september síðastliðnum. Meðferðin hefur gengið vel og telst hún nú laus við meinið en síðustu mánuðir hafa breytt sýn hennar á lífið.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýndi í gærkvöldi gamanleikinn Fullkomið brúðkaup í þriðju tilraun. Samkomutakmarkanir og óveður settu áður strik í reikninginn.
Þriðji þátturinn í sjónvarpsþáttaröðinni „Vinátta“ verður sýndur á morgun. Stjórnandi þáttanna segir sjaldan hafa skinið jafn sterkt í gegn hve mikilvæg vináttan er og á tímum sem fólki er meinað að hitta vini sína.
Hafnarhúsið á Borgarfirði eystra hefur verið tilnefnt til evrópsku Mies van der Rohe verðlaunananna, sem veitt eru fyrir samtíma byggingalist fyrir árið 2022.