Prestarnir á Austurlandi hafa sýnt á sér óvæntar og fjölbreyttar hliðar í jóladagatali Austurlandsprófastsdæmis. Prófastur segir dagatalið hugsað til að næra sálina á tímum þar sem samkomubann takmarkar helgihald.
Átta smáframleiðendur munu selja vörur sínar á svokölluðum pop-up markaði við Hús handanna á Egilsstöðum á morgun. Stjórnandi verslunarinnar segir markaðinn viðleitni í að lífga upp á bæinn þessa dagana.
Almannavarnir segjast ekki hafa teljandi af áhyggjur af komu jólasveina til byggða á tímum Covid-veirunnar. Þeir verði hins vegar að fara að öllu með gát þegar þeir fara milli byggðarlaga, ekki síst þar sem foreldrar þeirra og trúlega þeir sjálfir séu í áhættuhópi.
„Ísland – Náttúra og undur“ er heiti nýrrar ljósmyndabókar eftir Ellert Grétarsson, sem bókaútgáfan Nýhöfn gefur út. Þetta er önnur ljósmyndabók Ellerts en fyrir tveimur árum gaf Nýhöfn út bókina „Reykjanesskagi –Náttúra og undur“, sem hlaut góðar viðtökur.
Ekki verður hægt að halda jólamarkaðinn Jólaköttinn með hefðbundnu sniði í ár vegna samkomutakmarkana. Skógarbændur verða hins vegar með jólatrjáasölu á Egilsstöðum næstu tvo laugardaga. Ásókn virðist í stór jólatré þetta árið.
Breiðdalssetur hefur gefið út bókina „Leiðarvísir um jarðfræði Austurlands.“ Bókin kom upphaflega út í fyrra á ensku en hefur nú verið þýdd á íslensku.