20. júlí 2022
Lífið er verk í vinnslu og sýningar að hefjast
„Það hafa fimm austfirskir listamenn unnið hjá okkur undir hatti Skapandi sumarstarfa með mjög góðum árangri, tekið þátt í hinu og þessu víðs vegar bæði í Fjarðabyggð og Múlaþingi líka og nú verður afraksturinn gerður ljós,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar.