Kari Ósk Grétudóttir er meðal þeirra sem senda frá sér sínar fyrstu ljóðabækur fyrir þessi jól. Bók hennar „Les birki“ kom út hjá Partusi föstudaginn 13. nóvember síðastliðinn.
Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur um helgina fyrir sölu á kærleikskúlu og jólaórá til að afla fjár fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (SLF). Hluti ágóðans nýtist í heimabyggð.
Fellbæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson er meðal þeirra sem tilnefndir eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Tilnefninguna hlýtur Jónas Reynir fyrir nýjustu skáldsögu sína, Dauði skógar.
Þríeykið Grýlubörn leggur um helgina upp í tónleikaferð um landið. Ferðin verður þó óhefðbundin því engir áhorfendur verða á tónleikunum heldur verða þeir sendir út í beinni útsendingu. Þau segja ákveðna skyldu vera á tónlistarfólki að halda áfram að sinna íbúum á landsbyggðinni.
Sláturfélagið Örlygur – þættir úr sögu samvinnu félags er nýjasta afurðin frá austfirsku bókaútgáfunni Bókstaf. Félagið starfaði í um hálfa öld vestur í Rauðasandshreppi.
Bókin Silfurberg – íslenski kristallinn sem breytti heiminum eftir feðgana Leó Kristjánsson og Kristján Leósson fjallar um silfurbergið sem numið var á Helgustöðum í Reyðarfirði og áhrif þess á heimssöguna.
Árhringur – ljóðræna dagsins er fyrsta bók Bjargar Björnsdóttur. Ljóðin í bókinni byggja meðal annars á átaki þar sem hún skrifaði örljóð hvern dag í heilt ár.