Það er nóg um að vera á Austurlandi um helgina og ekki síst í listalífinu, en minnst fjórar myndlistarsýningar opna um helgina. Þá er hátíðahátíð á Borgarfirði og hljómsveitin Á móti sól spilar þar sömuleiðis eftir langt hlé.
Þegar Elí Þór Vídó ákvað að eyða sumrinu austur á landi við að hjálpa mömmu sinni að koma sér fyrir óraði hann ekki fyrir því að hann yrði hér enn sex árum síðar, búinn að festa rætur og á kafi í fjölbreyttum fyrirtækjarekstri.
Alþjóðlega myndlistarsýningin „Rúllandi snjóbolti/13“ verður opnuð næstkomandi laugardag. Alls taka 33 listamenn frá Íslandi, Hollandi og Kína þátt í sýningunni.
Innsævi, lista- og menningarhátíð Fjarðabyggðar, hefst formlega um helgina og stendur í mánuð. Samtímalist er í forgrunni hátíðarinnar þar sem leiddir verða saman listamenn úr heimabyggð og aðkomufólk.
Líkt og flestar helgar sumarsins eru í boði bæði tónleikar, listviðburðir og skipulögð útivist á Austurlandi um helgina. Hin árlega Sumarhátíð UÍA fer einnig fram á Egilsstöðum.
Þegar Vigfús Már Vigfússon stóð frammi fyrir því að velja sér efni í lokaritgerð í háskólanámi í sagnfræði varð honum hugsað til æskustöðvanna á Reyðarfirði og minja þar og sagna frá síðari heimsstyrjöldinni. Úr varð að hann skrifaði hvernig minningar um þennan tíma hafa varðveist meðal Reyðfirðinga.
Hátíðahöld í tilefni af 125 ára kaupstaðarafmæli Seyðisfjarðar hefjast í dag. Covid-19 faraldurinn hefur haft áhrif á skipulagningu dagskrárinnar sem leggur áherslu á heimamenn. Mikill vilji var til að halda hátíðina enda eru breytingar framundan á högum sveitarfélagsins.
Hrafnkell Freysgoði og Álfgerður á Ekkjufelli fara fyrir ævintýraglöðu ferðafólki sem hefur hug á að leita að gullhring Lagarfljótsormsins, sem hefur glatast í ævintýraleiknum „Leitin að gulli ormsins.“
Tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa um árabil ferðast saman um landið til að halda tónleika. Þau verða á ferðinni fyrir austan í vikunni með glænýja hljómplötu, Faðmlög, í farteskinu og að sögn Svavars eru tónleikaferðirnar góð leið til að viðhalda og rækta vináttutengsl um land allt.