Nýr harmonikkukonsert fluttur á Vopnafirði
Þó engin verði Atlavíkurhátíðin þurfa Austfirðingar ekki að óttast skort á tónlistarviðburðum um Verslunarmannahelgina. Víða verða haldnir tónleikar og eins og verða vill um þessa miklu tónlistarhelgi eru það einkum popp- og rokksveitir eða dægurlagasöngfólk sem lætur ljós sitt skína. Á Vopnafirði verður hins vegar boðið upp á klassíska kammertónleika.