


Vilja endurheimta virðingu lundans
Fyrsta lundabúð landsins, þar sem varningurinn er framleiddur innan um fyrirmyndina, verður opnuð á Borgarfirði eystra í dag. Verslunareigendurnir segjast vilja endurheimta virðingu lundans sem fengið hafi neikvætt umtal síðustu ár.
„Sauðkindin er táknmynd Íslands“
Í sumar hefur matarvagninum Fancy Sheep, sem þýða mætti sem „Fína kindin“ verið starfræktur á Seyðisfirði. Rekstraraðilar vagnsins segjast hafa hrifist af íslensku sauðkindinni á ýmsan hátt.
Stuttmyndakvöld í Sláturhúsinu
Átta stuttmyndir eftir sex austfirska kvikmyndargerðamenn verða sýndar í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Skipuleggjandi segir tækifæri vera til að koma á framfæri myndum eftir efnilegt kvikmyndagerðarfólk af svæðinu.
Hvetja Seyðfirðinga til að hýrast heima
Fjöldaganga verður ekki gengin á Seyðisfirði í tilefni Hinsegin daga eins og undanfarin ár vegna samkomutakmarkana. Skipuleggjendur göngunnar láta þó ekki deigan síga og hvetja bæjarbúa til að fagna fjölbreytileikanum heima hjá sér.
Lionsfélagar söfnuðu fyrir „Frelsinu“
Félagar í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar afhentu nýverið íbúa á Seyðisfirði torfæruhjólastól til afnota. Markmiðið var að auðvelda honum ferðir bæði innanbæjar og utan.

Minna á að Egilsstaðir eru hreindýrabærinn
Útilistaverk af hreindýrstarfi, sem komið hefur verið fyrir á klettunum beint ofan við tjaldsvæðið á Egilsstöðum, var fyrir viku formlega afhent sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Aðstandendur verksins vonast til að það verði gestum og íbúum til yndisauka og auki athygli á bænum.
Uppskerutími hjá LAust
Í sumar hafa 14 ungmenni verið starfandi við listsköpun á vegum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar undir merkjum LAust. Nú líður að uppskerutíma starfsins og hefst hann með sérstakri hátíð í dag.