Eiðar - karl, kona eða rif

Eiðar í Eiðaþinghá eru tvímælalaust eitt af merkari höfuðbólum landsins og nær saga staðarins aftur til ársins 1000 eins og lesa má HÉR. Auður og völd hafa fylgt staðnum nær alla tíð og á miðöldum Íslandssögu varð Eiðastóll frægur fyrir mikla auðsöfnun. Eiðakirkju er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar 1197.

Lesa meira

Gáfu HSA 1,2 milljónir króna

Samband stjórnendafélagi færði nýverið Heilbrigðisstofnun Austurlands 1,2 milljónir að gjöf í tengslum við þing félagsins sem haldið var á Hallormsstað. Féð hefur verið nýtt til kaupa á ómskoðunartæki sem staðsett verður á Reyðarfirði.

Lesa meira

Ingunn Snædal í fótboltann

Ingunn Snædal, okkar maður í bókmenntaheiminum, lék aðalhlutverk á fjölmennu útgáfuhófi bókarinnar Klopp - Allt í botn!, sem kom út fyrir skemmstu. Ingunn þýddi bókina á íslensku og las upp úr henni á útgáfuhófinu.

Lesa meira

Söguspor á Vopnafirði

Glöggir gestir á Vopnafirði kunna að hafa tekið eftir litríkum fótsporum sem feta sig eftir gangstéttum þorpsins. Fótsporin eru hluti af verkefninu „Vappað um Vopnafjörð“ sem ætlað er að vekja athygli á bæði sögu staðarins og lífinu þar.

Lesa meira

Yfirheyrslan: Kennari á daginn, pönkari á kvöldin

Ágúst Ingi Ágústsson er kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, körfuboltaþjálfari og trommuleikari hljómsveitarinnar DDT Skordýraeitur. Hljómsveitin hélt nýverið pönkrokkhátíðina Oriento im cuulus eða Austur í Rassgati. 

Lesa meira

Tökulið Clooney sótt

Boeing 757 þota lenti á Egilstaðaflugvelli í morgun eins og glöggir Héraðsbúar tóku eftir. Þetta er sama vél og kom til landsins með tökulið nýjustu kvikmyndar George Clooney.

Lesa meira

„Mömmu leist ekkert á karlamenninguna“

Vinnubúðirnar við Reyðarfjörð voru reistar haustið 2004. Unnið er að því selja restina af vinnubúðunum og hreinsa svæðið. Þar bjuggu fyrst og fremst starfsmenn Bechtel, sem störfuðu við byggingu álvers Alcoa. Þær eru því oftast kallaðar Bechtelbúðirnar.

Lesa meira

Helgin: Meira en bara sameiningarkosningar

Þótt kosning um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Mið-Austurlandi verði að teljast til stærstu viðburða helgarinnar er ýmislegt annað í boði, svo sem kvikmyndasýningar, tónleikar, afmæliskaffi og messur sem marka tímamót.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.