Yfirheyrslan: Ég er þrjóskur og gefst aldrei upp!

Stefán Númi Stefánsson er 24 ára héraðsbúi sem hefur spilað amerískan fótbolta í Danmörku undan farin ár er nú á leiðinni í spænsk deildina. Hann stefnir á að komast alla leið í þessari íþrótt. 

Lesa meira

„Mikilvægt að fötin hafi karakter“

Lilja Sigurðardóttir selur barnaföt sem hafa vakið athygli fyrir að vera litrík og afar fjölbreytt. Hún fékk hugmyndina fyrir fimm árum.  Hún hefur einnig verið með skraut úr tré og keramik en aðaláherslan er þó barnafötin. 

Lesa meira

Góður reykingamaður er gulls ígildi

Reykingafólk til sveita skarar nú sem óðast eld, hvert að sinni köku, eða taðhrúgu og birkisprekum öllu heldur. Enda sláturtíð nýlokið og kominn sá tími að bjúgu og læri eru hengd á bita og bíða þar örlaga sinna; að vera reykt yfir báli.

Lesa meira

Gáfu Egilsstaðakirkju handunna stólu

Vinkonurnar Guðlaug Ólafsdóttir og Sigríður Ingimarsdóttir tóku sig til og gáfu Egilsstaðakirkju stólu. Hún er svört og gyllt að lit og er handunnin af þeim.

Lesa meira

Jólin byrja í Dalahöllinni

Jólamarkaður Dalahallarinnar (reiðhöllin í Norðfirði) verður haldinn í 10. sinn laugardaginn 16. nóvember, frá kl. 12.00 - 17.00. Það er æskulýðsnefnd hestamannafélagsins  Blæs og stjórn Dalahallarinnar í Norðfirði sem standa fyrir markaðnum.

Lesa meira

Hestamenn byggja

Nýtt hesthús er nú risið í hesthúsahverfinu í Fossgerði, en þar hefur ekki verið byggt hesthús síðan 2012. Þá byggði Halldór Bergsson þar 10 hesta hús. Fyrir voru þá í Fossgerði þrjú stór félagshús, sem hestamenn fluttu í eftir að hesthúsin á svokölluðum „Truntubökkum“ við Eyvindará voru aflögð.

Lesa meira

Símalínum ofar

Veturinn 1951 var líklega einn sá snjóþyngsti á Héraði á síðustu öld. Sumarið 1950 var óþurrkasamt og hey víða af skornum skammti. Guðmundur Jónasson, bílstjóri, kom að sunnan 18. mars á snjóbíl og flutti fóður og hey til bænda. Á Jökuldal ók hann á snjó yfir símalínurnar.

Lesa meira

Fjárhundakeppni Austurlandsdeildar SFÍ - Úrslit

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands stóð fyrir fjárhundakeppni á Eyrarlandi í Fljótsdal laugardaginn 9. nóvember. Keppt var í hefðbundnum flokkum fjárhundakeppni. Þorvarður Ingimarsson á Eyrarlandi, formaður Austurlandsdeildar Smalahundafélags Íslands, sigraði í A-flokki með hund sinn Spaða og var í 3. sæti í sama flokki með Queen.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.