Safnar sögum fólksins um tónlistina

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, sem í næstu viku mun flytja sólóplötur sínar á fernum tónleikum á Borgarfirði eystra, hefur biðlað til aðdáenda um að senda inn sínar sögur um tónlistina hans. Jónas segist hafa gaman að heyra um hvernig fólk tengir við tónlistina.

Lesa meira

Tuttugasta LungA-hátíðin hafin

Listahátíð ungs fólks á Austurlandi (LungA) var sett á Seyðisfirði í tuttugasta sinn á laugardagskvöld. Yfir 100 þátttakendur taka þátt í listasmiðjum hátíðarinnar að þessu sinni en í boði eru fjöldi aukaviðburða sem gestir og gangandi geta notið.

Lesa meira

Rúllandi snjóbolti dregur listamenn til Djúpavogs

Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti /12, hin sjötta úr sýningarröðinni sem sett er upp á Djúpavogi, opnar í gömlu Bræðslunni þar á morgun. Sýningin er farin að vekja á Djúpavogi sem myndlistarsvæði og listamenn sem tengjast sýningunni sýna vaxandi áhuga á að dveljast á staðnum.

Lesa meira

Messað undir berum himni í Loðmundarfirði

Um fimmtíu manns sóttu árlega messu að Klyppsstað í Loðmundarfirði sem haldin var síðastliðinn sunnudag. Messað var undir berum himni þar sem viðgerðir standa yfir á kirkjunni.

Lesa meira

Eistnaflug: Þarf ekki mikið að hvetja okkur til að fara úr að ofan

Hljómsveitin Thingtak er meðal þeirra sveita sem koma fram á hliðarsviði Eistnaflugs, þar sem hún spilaði í gærkvöldi. Hljómsveitin hefur verið lengi að og á sinn fylgjendahóp sem ávallt hvetur meðlimi sveitarinnar til að afklæðast á sviðinu.

Lesa meira

Flúrað yfir örin

Margir þungarokksaðdáendur hafa mátt upplifa smánun og einelti fyrir tónlistarsmekk, segir norskur rokkaðdáandi sem fyrir fjórum árum stofnaði samtök til baráttu gegn einelti. Í samstarfi við húðflúrstofur bjóða samtökin upp á að flúrað sé yfir ör eftir tilraunir til sjálfsskaða.

Lesa meira

„Vil sýna þjóðinni að transfólk er venjulegt fólk“

Veiga Grétarsdóttir, sem rær hringinn í kringum Ísland í sumar á kajak til styrktar Pieta-samtökunum, tók land við Vattarnes í sunnanverðum Reyðarfirði í gær en hún mun í kvöld halda fyrirlestur í bænum. Veiga segir róðurinn úti fyrir Austfjörðum hafa gengið vel en þar hafi oft verið þokukennt.

Lesa meira

Ábyrgð listamanna að halda gömlum perlum á lofti

Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir koma fram á fernum tónleikum á Austurlandi um helgina á árlegu tónleikaferðalagi sínu um landið. Efnisskráin inniheldur bæði íslenskar söngperlur og Abba-lög og spilað er bæði í félagsheimilum og heimahúsum.

Lesa meira

Gerir sófaborð úr vírakeflum

Matthías Haraldsson og Hafrún Pálsdóttir hafa síðustu tvö ár staðið að baki Ethic, netverslun með föt sem eru umhverfisvænni en gengur og gerist. Þau eru nú að feta sig með nýja vöru sem byggir á svipaðri hugmyndafræði, borð gerð úr vírakeflum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.