


Tuttugasta LungA-hátíðin hafin
Listahátíð ungs fólks á Austurlandi (LungA) var sett á Seyðisfirði í tuttugasta sinn á laugardagskvöld. Yfir 100 þátttakendur taka þátt í listasmiðjum hátíðarinnar að þessu sinni en í boði eru fjöldi aukaviðburða sem gestir og gangandi geta notið.
Rúllandi snjóbolti dregur listamenn til Djúpavogs
Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti /12, hin sjötta úr sýningarröðinni sem sett er upp á Djúpavogi, opnar í gömlu Bræðslunni þar á morgun. Sýningin er farin að vekja á Djúpavogi sem myndlistarsvæði og listamenn sem tengjast sýningunni sýna vaxandi áhuga á að dveljast á staðnum.
Messað undir berum himni í Loðmundarfirði
Um fimmtíu manns sóttu árlega messu að Klyppsstað í Loðmundarfirði sem haldin var síðastliðinn sunnudag. Messað var undir berum himni þar sem viðgerðir standa yfir á kirkjunni.
Eistnaflug: Þarf ekki mikið að hvetja okkur til að fara úr að ofan
Hljómsveitin Thingtak er meðal þeirra sveita sem koma fram á hliðarsviði Eistnaflugs, þar sem hún spilaði í gærkvöldi. Hljómsveitin hefur verið lengi að og á sinn fylgjendahóp sem ávallt hvetur meðlimi sveitarinnar til að afklæðast á sviðinu.
Flúrað yfir örin
Margir þungarokksaðdáendur hafa mátt upplifa smánun og einelti fyrir tónlistarsmekk, segir norskur rokkaðdáandi sem fyrir fjórum árum stofnaði samtök til baráttu gegn einelti. Í samstarfi við húðflúrstofur bjóða samtökin upp á að flúrað sé yfir ör eftir tilraunir til sjálfsskaða.
„Vil sýna þjóðinni að transfólk er venjulegt fólk“
Veiga Grétarsdóttir, sem rær hringinn í kringum Ísland í sumar á kajak til styrktar Pieta-samtökunum, tók land við Vattarnes í sunnanverðum Reyðarfirði í gær en hún mun í kvöld halda fyrirlestur í bænum. Veiga segir róðurinn úti fyrir Austfjörðum hafa gengið vel en þar hafi oft verið þokukennt.
Ábyrgð listamanna að halda gömlum perlum á lofti
Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir koma fram á fernum tónleikum á Austurlandi um helgina á árlegu tónleikaferðalagi sínu um landið. Efnisskráin inniheldur bæði íslenskar söngperlur og Abba-lög og spilað er bæði í félagsheimilum og heimahúsum.