„Herðubreið á hjarta mitt“

Myndlistamaðurinn Íris Lind Sævarsdóttir hefur tekið þátt í List án landamæra í tvö ár, en sýningin hófst í gær og stendur til 11. maí. Íris Lind er í yfirheyrslu vikunnar á Austurfrétt.

Lesa meira

Skildu við Sviss og fluttu til Djúpavogs: Tókum ákvörðunina með hjartanu, ekki höfðinu

Peter Schmalfuss og Daniela Pfister Schmalfuss voru búin að koma til Íslands árlega frá árinu 2010 þegar þau ákváðu að segja upp vinnunni í Basel í Sviss og byrja nýtt líf á stað með nafni sem vinir þeirra höfðu aldrei heyrt og gátu ekki borið fram. Þau hafa nú búið á Djúpavogi í um ár og kunna vel við sig í afslöppuðu umhverfi.

Lesa meira

„Hátíðin leiðir til auðugra samfélags“

„Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreyttni og jafnrétti í menningarlífinu. Við viljum koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks,“ segir Kristín Rut Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri Listar án landamæra á Austurlandi, en hátíðin verður sett á Egilsstöðum á fimmtudag.

Lesa meira

Spila á Bræðslunni og vinna að plötu

Árið verður viðburðaríkt hjá austfirska rokktríóinu Murmur. Sveitin staðfesti nýverið veru sína á stærstu tónleikunum til þessa og undirbýr plötu.

Lesa meira

Austfirðingar í safnaðarferð til Reading

Meðlimir í sóknarnefndum og kirkjukórum Stöðvarfjarðar, Djúpavogshrepps og Breiðdals halda á morgun í safnaðarferð til Reading í Englandi. Sóknarpresturinn segir tilhlökkun í hópnum og gaman verði að kynnast kirkjumenningu nágrannalands.

Lesa meira

Að lokinni Hammondhátíð – Svipmyndir

Hammondhátíð á Djúpavogi var haldin eins og venja er um helgina í kringum sumardaginn fyrsta. Nóg var að um að utan við stórtónleikana.

Lesa meira

„Ég var harður trúleysingi fyrir“

„Ég lít ekki á það sem hindrun að vera múslimi, ég geri allt sem ég vil gera,“ segir Agnes Ósk Þorgrímsdóttir, 32 ára Fáskrúðsfirðingur sem tók íslamstrú áður en hún fór í hjálparstarf til Palestínu árið 2011. Agnes Ósk er í opnuviðtali Austurgluggans sem kemur út í dag.

Lesa meira

„Það hafa allir gott af því að íhuga sjálfan sig“

„Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eru andlega þenkjandi, að kynna sér þetta allt á einu bretti,“ segir Rósa Elísabet Erlendsdóttir, annar skipuleggjandi Kærleiksdaga sem verða haldnir á Breiðdalsvík um helgina, annað árið í röð.

Lesa meira

„Amma mín kenndi mér hógværðina“

Arnaldur Máni Finnsson er í yfirheyrslu vikunnar, en hann stýrir höfundasmiðjunum Okkar eigin, en þær halda áfram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um helgina. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.