„Þessir listamenn eru allir í uppáhaldi“

„Þetta er algerlega það sem við lögðum upp með þegar við fluttum í Berufjörðinn og komum okkur fyrir á Karlsstöðum. Við rákum Havarí áður í Austurstrætinu í Reykjavík þar sem við vorum alltaf með vikulega tónleika og það var alltaf meiningin að flytja þá hugmyndafræði með okkur austur,“ segir Berglind Häsler á Karlsstöðum um tónleikasumarið í Havarí.

Lesa meira

Helgin: „Við erum öll með gæsahúð af spenningi“

„Undirbúningur hefur gengið vel og allt gekk eins vel og það á að ganga á generalprufunni í gær,“ segir Freyja Kristjánsdóttir, leikari í verkinum Maður í mislitum sokkum sem Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir á Iðavöllum í kvöld.

Lesa meira

Hjóluðu yfir Vatnajökul á þremur dögum

Þeir Eiríkur Finnur Sigurgeirsson og Guðbjörn Margeirsson komu til Egilsstaða eftir hádegið í dag eftir að hafa hjólað ríflega 120 km leið yfir Vatnajökul. Þeir eyddu ári í undirbúning til að vita í hvaða aðstæðum það væri gerlegt.

Lesa meira

Yfir 70% áhorf á Að austan

Sjónvarpsþátturinn Að austan mælist með 72% áhorf í fjórðungnum í nýrri könnun. Samkvæmt henni horfa 15% landsmanna á þáttinn í hverri viku.

Lesa meira

„Áþreifanlegt hvað við Seyðfirðingar stöndum saman“

„Vissulega er þetta mögnuð mæting, en þetta er bara samfélagið okkar í hnotskurn, alltaf þegar eitthvað er gert sem einhver meining er á bak við, þá stöndum við saman sem ein fjölskylda,“ segir Eva Jónudóttir, þjónustufulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar, en áttatíu manns gengu saman Úr myrkrinu inn í ljósið á Seyðisfirði aðfaranótt sunnudags.

Lesa meira

Nemendur í fjölmiðlavali spreyta sig á sjónvarpsvinnu

„Mér fannst skemmtilegast að fylgjast með tökumanninum, þegar hann fór um allt til þess að ná myndum, en það þarf auðvitað líka,“ segir Árni Þorberg Hólmgrímsson, nemandi í 8. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar, en nemendur í fjölmiðlavali við skólann fengu að koma með í tökur á þættinum Að austan sem og að gera sitt eigið innslag.

Lesa meira

„Regluleg hreyfing er lífsspursmál“

Það er mikill kraftur og lífsgleði í eldri borgurum Norðfjarðar sem hittast flesta daga í líkamsræktarstöðinni Kroppakjör sem staðsett er í Breiðabliki, þjónustuíbúðum aldraðra. Þátturinn Að austan tók hús á þeim á dögunum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.