Helgin: Héraðsdætur bjóða upp á bjúgu og bjór

Kvennakórinn Héraðsdætur blæs til skemmtikvölds á Kaffi Egilsstöðum í kvöld, þar sem gestum verður boðið upp á ljúfa tóna, bjúgu frá Norðlenska, uppstúf, grænar baunir, rauðkál og Royal karamellubúðingur með rjóma í eftirrétt.

Lesa meira

„Handavinna er á við sálfræðitíma“

„Ég man ekki eftir mér öðruvísi,“ segir hannyrðakonan Sælín Sigurjónsdóttir á Reyðarfirði, en hún prjónar og heklar allan liðlangan daginn og segir iðjuna á við sálfræðitíma. Sælín var í þættinum Að austan á N4 í liðinni viku.

Lesa meira

Fátt eins skemmtilegt og að setja upp leikrit

Katla Heimisdóttir fer með annað aðalhlutverkið í sýningunni We Will Rock You sem Djúpið, nemendaleikhús Verkmenntaskólans á Austurlandi sýnir um þessar mundir. Katla er í yfirheyrslu vikunnar að þessu sinni.

Lesa meira

„Það þurfa jú allir að fara í klippingu“

„Verðlaunin skipta mig gríðarlega miklu máli og ég er ennþá pínu klökk yfir þessu öllu saman,“ segir Norðfirðingurinn Klara Ívarsdóttir, sem varð Íslandsmeistari í hársnyrtiiðn á dögunum.

Lesa meira

„Mín leið til að koma tilfinningunum út“

„Ég nota tónlistina oft sem leið út úr vanlíðan og þannig varð þetta lag til,“ segir Anya Hrund Shaddock, nemandi í níunda bekk Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, en hún sigraði Söngkeppni Samfés sem fram fór í Laugardalshöll á laugardaginn með laginu sínu In the end.

Lesa meira

Byggðaráðstefna ungra Austfirðinga: Okkur þykir öllum vænt um Austurland

Félagið Ungt Austurlands, sem stofnað var í október, gengst fyrir byggðaráðstefnu um framtíð fjórðungsins á Borgarfirði helgina 8. – 9. apríl. Markmið ráðstefnunnar er að fá ungt fólk til að hafa áhrif á stefnumótun fyrir svæðið og ræða saman á jafningjagrundvelli.

Lesa meira

„Hei, af hverju ekki að opna bar?“

„Við ætlum bara að heyja eitt stríð í einu og byrja á Íslendingunum og því næst sannfærum við Skandinavana,“ segir Breiðdælingurinn Herdís Hrönn Árnadóttir sem rekur barinn Nostalgia á Tenerife ásamt manni sínum og nýtur hann mikilla vinsælda.

Lesa meira

Helgin: Frjósemishátíð austfirskra fjöllistamanna

Við teljum HönnunarMars sé frábær vettvangur til þess að ná til fólk sem hefur áhuga á skapandi ferli, en við trúum því að það sé drifkraftur fyrir skipulagsþróun. Við viljum auka flóruna, mynda tengsl og fá til liðs við okkur skemmtilegt og skapandi fólk til þess að taka þátt í nýjum verkefnum með okkur,“ segir Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.