„Alltaf verið heilluð af dýrum“
Sunna Júlía Þórðardóttir þekkir öll dýrin á Skorrastað í Norðfjarðarsveit með nafni. Hún starfar þar með foreldrum sínum að búinu og ferðaþjónustu sem byggð hefur verið upp í kringum hestaferðir. Þess utan er hún starfsmaður blakdeildar Þróttar og spilar með kvennaliðinu.Fín skráning í fyrsta Snæfellshlaupið
Þann 20. júlí næstkomandi fer fram fyrsta sinni svokallað Snæfellshlaup sem er utanvegahlaup umhverfis þetta hæsta fjall Íslands utan jökla. Skráning gengur mjög vel að sögn skipuleggjanda.
Ævintýramaður skoðar Austfirði á leið sinni yfir hafið til Grænlands
Norskur ævintýramaður og áhrifavaldur sem siglir einn á skútu sinni til Grænlands hefur þessa dagana viðkomu á Austfjörðum. Hann nýtir tækifærið til að skoða sig um meðan hafísinn minnkar og segir heimafólk alls staðar taka sér vel.Opnuðu ferðaþjónustu í gamalli rútu á Seyðisfirði
Hingað til hefur ferðafólk á Seyðisfirði ekki haft úr mörgu að velja ef hugmyndin er að kynnast dásemdum fjarðarins sjálfs og næsta nágrennis. Það breyttist í vor þegar þrír félagar opnuðu þar sína eigin ferðaþjónustu og það í gamalli rútu í þokkabót.
Frá barborðinu á leiksviðið í Fjarðarborg
Leikarinn Gunnar Smári Jóhannsson sýnir á morgun einleik sinn „Félagsskapur með sjálfum mér“ í Fjarðarborg á Borgarfirði en leikritið var tilnefnt til fernra Grímuverðlauna í ár. Gunnar Smári þekkir ágætlega til í Fjarðarborg þar sem hann vann áður sem barþjónn.Skoða að færa tónleikana út í góða veðrið
Tónlistarfólkið Soffía Björg Óðinsdóttir og Pétur Ben. eru saman á ferð um landið en þau vinna hvort að sinni plötunni. Egilsstaðir eru viðkomustaður þeirra í kvöld og til skoðunar er að halda tónleikana utandyra enda yfir 20 stiga hiti á svæðinu.Kemur Austfirðingum í „rífandi stuð“ með söng og undirleik
Hafi fólk gaman af félagsskap og rífandi gleði gæti verið þess virði að sækja svokölluð sing-a-long kvöld sem söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir ætlar að halda á þremur mismunandi stöðum austanlands næstu þrjú kvöldin.
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins aftur haldnir á Egilsstöðum
Svokallaðir Styrkleikar Krabbameinsfélagsins verða haldnir á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum í lok ágústmánaðar og verður það í annað skipti í röð sem leikarnir fara fram þar. Ástæðan fyrst og fremst hversu vel gekk í fyrra.