Í dag kom út nýtt tónlistarmyndband við lagið Bye Bye Birdie með hljómsveitinni Hinemoa. Myndbandið er unnið af Djúpavogsbúunum Skúla Andréssyni og Sigurði Má Davíðssyni hjá Arctic Project og er skotið í nágrenni Djúpavogs. Aldís Sigurjónsdóttir, 10 ára stúlka frá Djúpavogi, fer með aðalhlutverkið í myndbandinu.
Danski sirkusinn kemur til landsins á morgun í árvissa heimsókn sína. Sýnt verður á þremur stöðum á Austurlandi í ferðinni. Sirkusinn er með nýja sýningu í ár sem fengið hefur góðar viðtökur í Danmörku.
Næstkomandi laugardag, 22. ágúst, er síðasti séns til að fara á samtímalistsýninguna Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur. Sýningin er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar (CEAC) í Xiamen, Kína. Viðtökur sýningarinnar hafa verið góðar í sumar að sögn Erlu Dóru Vogler, ferða- og menningarmálafulltrúa Djúpavogshrepps.
Um þessar mundir stendur yfir íslenski hluti alþjóðlega samstarfsverkefnisins Frontiers of Solitude og í dag fer fram kynning listamanna og umræður, í Herðubreið á Seyðisfirði kl. 16:30. Listamennirnir munu sýna athuganir og deila vangaveltum frá rannsóknarleiðangri sínum. Viðburðurinn er opinn öllum.
Þessa dagana stendur yfir sýningin Paralell Line Up í Breiðdalssetri þar sem þýski listamaðurinn Jenny Brockman skoðar umhverfið, virkni þess og gagnkvæm tengsl við manneskjuna. Hún rannsakar sérstaklega eldfjallafræði og jarðfræði. Sýningin opnaði þann 16. ágúst og stendur til 26. ágúst.
Blaðamaður Iceland Monitor segir að Norð Austur sushi-staðurinn á Seyðisfirði sé sá besti í sínum geira á landinu. Staðurinn hefur fengið frábærar viðtökur hjá heimamönnum sem gestum á sínu fyrsta sumri.