Næstkomandi laugardag fer fram málþing með áherslu á silfurberg í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík. Við sama tækifæri verður sýning um silfurberg opnuð í jarðfræðisetrinu, en á sýningunni má fræðast um silfurbergsmál í heiminum, á Íslandi og á Austfjörðum sérstaklega.
Stúlkur af landsbyggðinni eiga kost á ferðastyrk til þess að komast í æfingabúðir á vegum „Gettu betur stelpna" sem haldnar verða í Reykjavík um næstu helgi.
Knattspyrnufélagið Spyrnir á Egilsstöðum varð Launaflsbikarsmeistari UÍA um helgina þegar þeir sigruðu Leiknismenn eftir æsispennandi framlengdan úrslitaleik.
Tökur á kvikmyndinni Hjartastein hófust á Borgarfirði um miðjan mánuðinn og er áætlað að seinasti tökudagur verði í október. Anton Máni Svansson, aðalframleiðandi myndarinnar hjá framleiðslufyrirtækinu Join Motion Pictures, segir tökur ganga glimrandi vel.
Það er eitt og annað hægt að finna sér til dundurs á Austurlandi um helgina og margir áhugaverðir viðburðir fara fram. Ormsteiti heldur áfram og lýkur á sunnudag með Fljótsdalsdegi, auk ýmissa annarra viðburða víða um Austurland.
Útgáfu plötunnar Polyhedron með Laser Life verður fagnað með tónleikum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum föstudaginn 21. ágúst. Frítt er inn á tónleikana og hefjast þeir kl. 21:00 annað kvöld.