Hæstiréttur staðfestir úrskurð um þjóðlendu á Brúaröræfum

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Austurlands um að nálægt 40% af landi Brúar I og II norðan Vatnajökuls sé þjóðlenda. Óbyggðanefnd úrskurðaði landið sunnan Álftadalsdyngju að Vatnajökli þjóðlendu 2007, landeigendur fóru með málið fyrir Héraðsdóm Austurlands, sem staðfesti úrskurð Óbyggðanefndar, líkt og Hæstaréttur gerir einnig. Stefán Halldórsson, annar eigandi Brúar er afar ósáttur við niðurstöðuna.

br_kort.jpg

Lesa meira

Nýjar sýningar í Skaftfelli

Tvær nýjar sýningar opna í Skaftfelli - miðstöð myndlistar á Austurlandi á laugardag.

Sýning Ólafs Þórðarsonar, Hagræðingar / Rearrangements, opnar kl. 16:00 á Vesturveggnum og sýning Aðalsteins, Myndverk úr steinum úr náttúru Íslands kl.  16:30 í Bókabúðinni.

skaftfell.jpg

Lesa meira

Ekki sérleyfi á Drekanum

Orkustofnun veitir ekki sérleyfi á þessu ári til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Ástæðan er að Sagex Petroleum og Lindir Exploration hafa dregið umsókn um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á svæðinu til baka. Áður hafði Aker Exploration gert slíkt hið sama. Stefna um framhaldið verður mótuð á næstunni af stjórnvöldum.

dreki_mynd_langanesbyggdis.jpg

Lesa meira

HSA býst við 100-150 milljóna niðurskurði á næsta ári

Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands býst við stofnunin þurfi að skera niður um 100-150 milljónir í rekstri sínum á næsta ári. Búast megi við að áfram verði skorið niður á næstu árum.

 

Lesa meira

Örnefni um landið

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Menningarráð Austurlands, Þekkingarnet Austurlands og Hofverjar gangast fyrir fundi um örnefni og örnefnasöfnun á Austurlandi í dag, fimmtudag, kl. 17-19 í Kaupvangi á Vopnafirði.

rnefni.jpg

Lesa meira

Uppsetningu á stálgrind að ljúka

Verið er að ljúka við að reisa stálgrind fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. Samkvæmt áætlunum á að vera lokið við að klæða verksmiðjuhúsið í októbermánuði. Í klæðninguna verða notaðar einangraðar einingar úr áli og eru þær í sama lit og önnur mannvirki HB Granda við höfnina á Vopnafirði.

hbgrandi_stlgrind.jpg

Lesa meira

Uppsetning stoðvirkja hafin

Framkvæmdir við uppsetningu stoðvirkja snjóflóðavarnagarðs í Tröllagili í Neskaupstað eru að hefjast. Á því verki að ljúka haustið 2012. Gerð snjóflóðavarnagarðsins sjálfs, sem er þriðji áfangi heildarverksins, mun þó frestast eitthvað vegna kreppunnar. Ofanflóðasjóður ber 90% kostnaðar við slík mannvirki og viðkomandi sveitarfélag 10%.

nesk_img_0143.jpg

Lesa meira

Síldarkvótanum komið í höfn

Nú styttist í að veiðum skipa HB Granda á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum ljúki á þessu sumri. Veiðarnar hafa verið stundaðar innan íslensku lögsögunnar og hafa þær gengið vonum framar. Hvert þriggja uppsjávarveiðiskipa fyrirtækisins á eftir að landa einu sinni á Vopnafirði, haldist veiði góð og veður skikkanlegt.

sld.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.