Vigdís Diljá vann Samaust
Vigdís Diljá Óskarsdóttir, úr félagsmiðstöðinni Afreki í Fellabæ, vann söngkeppni félagsmiðstöðva á Austurland (Samaust) sem fram fór á Fáskrúðsfirði fyrir skemmstu. Hún söng frumsamið lag sem heitir „Ef þú bara vissir“.
Öskudagsgleði á Egilsstöðum
Krakkar á Egilsstöðum sem og annarsstaðar í fjórðungnum gerðu sér dagamun í dag í tilefni öskudagsins.Yfir tuttugu milljónum úhlutað til menningarstarfs
Menningarráð Austurlands úthlutaði í gær 23 milljónum króna í styrki til 65 menningarverkefna á Austurlandi. Hæstu styrkirnir, sem nema einni milljón króna, fór til listahátíðarinnar LungA og írsks leikhóps sem ætlar að sýna leikverk á Austurlandi og kenna loftfimleika.
Spurningalið keppa
Rúmlega 80 manns mættu í Golfskálann á Ekkjufelli síðastliðið föstudagskvöld til að fylgjast með Útsvarsliði Fljótsdalshéraðs og Gettu betur liði Menntaskólans á Egilsstöðum hita upp fyrir næstu keppnir í sjónvarpinu.Munaðarlaus á Vopnafirði og Egilsstöðum
Leiksýningin Munaðarlaus verður sýnd á Vopnafirði annað kvöld og á Egilsstöðum á miðvikudagskvöld. Stór hluti leikara sýningarinnar er af austfirskum ættum.
Refaveiðitaxtar óbreyttir á Vopnafirði
Refaveiðitaxtar Vopnafjarðarhrepps verða með óbreyttu sniði áfram þrátt fyrir að endurgreiðslan frá Ríkinu vegna þeirra hafi lækkað jafnt og þétt hlutfallslega á undanförnum árum.Meintur ölvunarakstur á Jökuldal
Lögreglan á Egilsstöðum greip nýverið ökumann grunaðan um ölvun við akstur á Jökuldal .Bræðslan hlaut Eyrarrósina
Eyrarrósin 2010 kom í hlut tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystra og veittu aðstandendur hennar viðurkenningunni móttöku í dag við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þetta er í annað sinn sem austfirskur viðburður hlýtur Eyrarrósina en hún hefur einnig fallið LungA í skaut.