„Með góðri samvinnu er hægt að gera mikið fyrir lítið“
Heita má að fullsetið hafi verið í félagsheimilinu Hjaltalundi í Hjaltastaðaþinghá á sunnudaginn var þegar Hollvinafélag Hjaltalunds og Kvenfélagið Björk fögnuðu því að komið er nýtt þak á húsið, stiginn verið endurbættur og eldhúsið nú orðið formlega viðurkennt lögum samkvæmt.