Tuttugu og fimm viðburðir á Ormsteitinu 2023

Hvorki fleiri né færri en 25 viðburðir verða í boði á Ormsteitinu 2023 sem hefst formlega annað kvöld og stendur linnulaust fram til 24. september.

Lesa meira

Vígahnötturinn lýsti upp næturhimininn yfir Austfjörðum

Óvenjuskær vígahnöttur sást víða á norðurhimninum yfir landinu. Jónína G. Óskarsdóttir, ljósmyndari á Fáskrúðsfirði, var meðal þeirra sem sá hnöttinn en hún hafði farið út að mynda norðurljós sem einnig voru óvenju glæsileg.

Lesa meira

„Skipulags- og byggingamál eru nátengd minni listsköpun“

Myndlistarmaðurinn Aron Leví Beck opnar á laugardag sína fyrstu einkasýningu eftir að hafa flust austur á Reyðarfjörð fyrir um ári í húsnæðinu sem áður hýsti Austmat. Aron Leví kom austur til að taka við starfi skipulags- og byggingafulltrúa í Fjarðabyggð sem hann segir fara vel saman við myndlistina.

Lesa meira

Heiðra minningu Prins Póló á menningarhátíð barna og ungmenna

Hin vinsæla menningarhátíð BRAS, sem er ætluð börnum og ungmennum á Austurlandi fer nú fram í sjötta skiptið og dagskráin sjaldan verið fjölbreyttari. Á hátíðinni verður minningu tónlistarmannsins Prins Póló sérstaklega haldið á lofti.

Lesa meira

Þrír nemendur úr VA á Evrópumóti iðngreina

Þrír fyrrverandi nemendur Verkmenntaskóla Austurlands eru komnir til Gdansk í Póllandi þar sem Euroskills, Evrópumót iðn-, verk- og tæknigreina verður haldið.

Lesa meira

Kynsegin fólk þarf að finna öryggi í samfélaginu

Listamaðurinn Ra Tack á Seyðisfirði er meðal þeirra sem skilgreina sig sem kynsegin. Hán segist almennt hafa fundið fyrir öryggi í umhverfinu, helst hafi fólk spurt furðulegra spurninga. Ra stendur í haust fyrir listasmiðjum fyrir hinsegin ungmenni í samvinnu við alþjóðlega hinsegin listamenn.

Lesa meira

„Pönkáhugafólk á Austurlandi er þröngur markhópur“

Tónlistarhátíðin Austur í rassgati verður haldin í fjórða skiptið í Egilsbúð í Neskaupstað á laugardag. Til hátíðarinnar var upphaflega stofnað sem pönkhátíðarinnar en fleiri tónlistarstefnur fljóta þar orðið með. Heimasveitin DDT skordýraeitur stendur að baki hátíðinni en sveitin er nýkomin heim eftir frægðarför til Þýskalands.

Lesa meira

Fræðsla um íþróttaupplifun hinsegin fólks

Sveinn Sampsted, íþróttafræðingur hjá Samtökunum ´78, mun í vikunni halda erindi um um upplifun hinsegin fólks af íþróttastarfi í landinu fyrir foreldrum og forráðamönnum í Múlaþingi og Fjarðabyggð.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.