Nýr útlendingur til Hattar

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Bayo Arigbon er genginn til liðs við 1. deildar lið Hattar og leikur með liðinu út leiktíðina. Bayo kom til landsins í fyrradag og mætti á sína fyrstu æfingu með liðinu um kvöldið.

 

Lesa meira

Námskeið í jákvæðum samskiptum

Námskeið í svokallaðri millimenningu verður haldið á Hótel Framtíð, Djúpavogi, þriðjudaginn 20. janúar næstkomandi. Námskeiðið, eða smiðjan, gengur út á að vekja þátttakendur til vitundar um mikilvægi jákvæðra, innihalds-og árangursríkra samskipta við einstaklinga sem tilheyra mismunandi samfélagshópum. 

04_16_18---people-on-the-move_web.jpg

Lesa meira

Þingmennirnir Arnbjörg, Ásta og Ólöf á almennum stjórnmálafundi Sjálfstæðismanna

Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins efna til almenns stjórnmálafundar á Hótel Héraði á Egilsstöðum í hádeginu í dag. Það eru þær Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar og Ólöf Nordal, varaformaður samgöngunefndar.

Fróðlegt verður að heyra hvað þær segja til dæmis um boðaðar stórbreytingar á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu, en heilbrigðisráðherra kynnir þær á blaðamannafundi í Reykjavík í dag. Þá verður væntanlega komið inn á Norðfjarðargöng, en það liggur í loftinu að þeim verði frestað um óákveðinn tíma. Síðar í dag kynnir Vegagerðin einmitt Norðfjarðarveg um Norðfjarðargöng í Egilsbúð, Neskaupstað og á Eskifirði í Valhöll á morgun. Þá er ekki ólíklegt að Evrópumálin beri á góma á fundi Sjálfstæðismanna.

Grænni framtíð

Kynning verður á verkefninu „Vistvernd í verki“ á Gistihúsinu Egilsstöðum í kvöld, mánudagskvöldið 5. janúar og hefst hún kl. 20. Um er að ræða kynningu á námskeiðum sem verða í boði fyrir bæði heimili og fyrirtæki.

152_vistverndlogo.jpg

Lesa meira

Opinn fundur um hafrannsóknir í dag

Síldarvinnslan hf. og Hafrannsóknarstofnun standa fyrir opnum fundi um rannsóknir á uppsjávarfiskum í Egilsbúð, Neskaupstað í dag kl. 14:00.

1042_15_3---north-shields-fish-quay_web.jpg

Lesa meira

Borgarfjörður eystri sýknaður af ábyrgð fyrir Álfastein

Borgarfjarðarhreppur hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kröfu Kaupþings varðandi ábyrgð sem hreppurinn gekkst í árið 1997 fyrir Álfastein. Álfasteinn varð gjaldþrota árið 2003. Hafa málaferli vegna ábyrgðarinnar verið í gangi frá árinu 2006 og komust til kasta Hæstaréttar.

borgarfjordur_eystri.jpg

Lesa meira

Laufey og Sindri Freyr glímumeistarar

Laufey Frímannsdóttir og Sindri Freyr Jónsson sigruðu í Fjórðungsglímu Austurlands, þar sem keppt var um Aðalsteinsbikarinn, sem fram fór á Reyðarfirði milli jóla og nýárs. Laufey var nýverið valin efnilegasta glímukona landsins og íþróttamaður Vals árið 2008.

 

Lesa meira

Fimm áramótabrennur í Fjarðabyggð

Fimm áramótabrennur verða í Fjarðabyggð og í kjölfar þeirra glæsilegar flugveldasýningar.  Að sögn aðila frá björgunarsveitunum  fer flugeldasala vel af stað og stefnir allt í að áramótin í  Fjarðabyggð verði kvödd með hvelli.  Veðrið ætti ekki að stoppa neinn í að njóta herlegheitanna  þar sem veðurspáin fyrir Austurland er mjög góð. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er spáð köldu veðri og hægum vindi og hentar það vel til útiveru og flugeldaskota.

Brennur verða á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði eins og hér segir:

11_07_53_thumb.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.