Leikskólinn Lyngholt til fyrirmyndar

Heilsueflingarverkefnið Heil og sæl í vinnunni, sem Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið standa að, veitti á dögunum fjórum fyrirtækjum/skólum viðurkenningu sem fyrirmyndarvinnustaðir, þ.e. Actavis, leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði, Íslandspósti og Snælandsskóla í Kópavogi. leikskolinn_lyngholt.jpg

Lesa meira

Bjarmi í úrvalshóp FRÍ

Bjarmi Hreinsson, sextán ára frjálsíþróttamaður úr Hetti, hefur um helgina æft með úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands. Alls eru í úrvals- og afrekshópnum 109 unglingar á aldrinum 15-22 af öllum aldri til æfinga.

 

Lesa meira

Breytingum á Fáskrúðsfirði frestað

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að ekki sé að svo stöddu rétt að fara út í þá breytingu að húsnæði slökkvistöðvar á Fáskrúðsfirði hýsi jafnframt starfsemi þjónustumiðstöðvar. Talið er að  breytingar á húsnæði slökkvistöðvarinnar sé ekki meðal þess sem er brýnast í framkvæmdum bæjarins auk þess sem ástand á fasteignamarkaði sé þannig að líklegra er að viðunandi verð fáist fyrir áhaldahús bæjarins ef sala verður ákveðin síðar.

fjaragbyggarlg.jpg

Lesa meira

Stór flugslysaæfing í haust

Í haust stendur til að halda stóra flugslysaæfingu á Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða almannavarnaæfingu og umfangsmikla dagskrá samhliða, svo sem fyrirlestra og námskeið. Allir viðbragðsaðilar sem skilgreindir eru í flugslysaáætlun fyrir Egilsstaðaflugvöll eru boðaðir til æfingarinnar, sem haldin verður af almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Flugstoðum.

Þróttur í úrslit

Þróttur Neskaupstað tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki þegar liðið sigraði Reykjavík 3-1.

 

Lesa meira

Dregið saman í rekstri Fljótsdalshéraðs

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að fara í sparnaðaraðgerðir í rekstri sveitarfélagsins.

Sparnaðurinn snýr að rekstrarútgjöldum og kemur til vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í skatttekjum sveitarfélagsins, umfram það sem áætlað var í fjárhagsáætlun ársins. Er um að ræða um 87 milljónir króna. Mest á að draga saman í samgöngumálum og í liðnum óvissum útgjöldum.

fljtsdalshra_merki.jpg

Lesa meira

Þursarnir og Páll Óskar á Bræðslunni

Hinn ízlenski Þursaflokkur og Páll Óskar og hörpuleikarinn Monika Abendroth, ásamt strengjasveit, eru aðalnúmer tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystri sem haldin verður þar helgina 24. – 26. júlí.

 

Lesa meira

Álagsgreiðslur í hádegi felldar niður

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt tillögu fræðslunefndar um að fella niður álagsgreiðslur í hádegi hjá starfsmönnum leikskóla, sem framlengdar voru tímabundið við gerð síðustu kjarasamninga, samanber bréf til starfsmanna þar að lútandi frá 19. desember 2008. Þetta er gert vegna sparnaðaraðgerða hjá sveitarfélaginu.

fljtsdalshra_merki.jpg

Lesa meira

Rannsókn verði hraðað

Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að rannsókn á máli yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar verði hraðað sem kostur er. Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur sent mál hans til skoðunar hjá ríkissaksóknara. Framkvæmdastjóri lækninga og forstöðumaður mannauðsmála hjá HSA sátu fund bæjarráðs 24. mars, þar sem farið var yfir þessi mál.

image0011.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.