Krakkarnir í þriðja bekk hafa aldrei farið út að syngja

Öskudagurinn í ár er sá fyrsti eftir tveggja ára uppihald í Neskaupstað þar sem börn ganga um bæinn og syngja. Fyrir ári síðan var það veðurspáin sem var leiðinleg og árinu áður voru takmarkanir vegna covid sem komu í veg fyrir að börnin fóru út í bæ að syngja.

Lesa meira

Ungur austfirskur plötusnúður eltir draumana í borginni

Árni Rafn Elfar Zannýarson er ungur austfirskur plötusnúður sem hefur gengur vel að koma sér á framfæri á skemmtistöðum Reykjavíkur. Árni kemur fram sem plötusnúður undir nafninu Nonni Clausen og hefur spilað á skemmtistöðum á borð við Prikið og Lebowski Bar.

Lesa meira

Irena Fönn vann tvo titla í hársnyrtikeppni

Irena Fönn Clemmensen, Norðfirðingur, vann til verðlauna á hársnyrtikeppni Canvas sem er á vegum Meistarafélags Hársnyrtisveina á Íslandi. Hún vann tvenn verðlaun, annars vegar fyrir hárgreiðslu og hins vegar fyrir bjarta liti. „Ég er afar sátt með árangurinn og held áfram og stefni hærra,” segir Irena Fönn.

Lesa meira

Hlynur Karlsson hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi

Hlynur Karlsson fékk á dögunum viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi í rafeindavirkjun á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Hlynur er fæddur og uppalin í Neskaupstað en hefur undanfarin ár stundað nám við Tækniskólann í Reykjavík.

Lesa meira

Léttir og skemmtilegir tónleikar í kirkju- og menningarmiðstöðinni

Á sunnudaginn næstkomandi, konudaginn, verða tónleikar í kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 16:00. Tónleikarnir bera heitið Þúst og eru á vegum listamannafélagsins Mela sem var stofnað árið 2019 í þeim tilgangi að efla starfsvettvang listafólks á Austurlandi. Markmið félagsins er að setja upp fjölbreytta og metnaðarfulla listviðburði á Austurlandi en tónleikarnir Þúst eru fimmta verkefni félagsins.

Lesa meira

Austfirskir matreiðslumenn vöktu athygli í Bandaríkjunum

Matreiðslumenn af veitingastaðnum Monkeys í Reykjavík og Nielsen á Egilsstöðum leiða saman hesta sína eystra um helgina. Hópur frá stöðunum fór síðasta haust og eldaði í Bandaríkjunum. Heimsóknin vakti slíka athygli að sendinefnd þaðan er væntanleg til Austurlands í sumar.

Lesa meira

Hafa byggt upp fjölskylduparadís á Finnsstöðum

Hjónin Helga Guðrún Sturlaugsdóttir og Sigurður Hlíðar Jakobsson, eða Siggi Jak, hafa undanfarin ár byggt upp hestaleigu- og afþreyingarmiðstöð á bænum Finnsstöðum í Eiðaþinghá í samvinnu við fleiri. Gestafjöldi og viðburðum hefur fjölgað ár frá ári.

Lesa meira

Leikfélag ME sýnir Mamma mia! here we go again söngleikinn

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum sýnir söngleikinn Mamma mia! here we go again í komandi viku. Mamma mia! here we go again er söngleikur unnin upp úr samnefndri bíómynd og skartar yfir 10 tónlistaratriðum þar sem nemendur í leikfélaginu syngja, leika og dansa eins og engin sé morgundagurinn. Frumsýning er 15. febrúar klukkan 20:00 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.