Við höfum trú á okkur
Verkmenntaskóli Austurlands komst í undanúrslit Gettu betur ásamt Menntaskólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Fjölbrautaskóla Suðurlands. VA mun mæta Fjölbrautaskóla Suðurlands í undanúrslitum og því ljóst að skóli af landsbyggðinni muni keppa til úrslita. VA mætir FSu þann 10. mars þar sem skólarnir keppa um sæti í úrslitum. Úrslitin munu fara fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.
Prjónahópurinn Karitas prjónar fyrir gott málefni í Vopnafjarðarkirkju
Prjónahópurinn Karitas hittist vikulega á þriðjudögum í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju og prjónar fyrir gott málefni.
Gyða Árnadóttir vann Barkann 2023
Gyða Árnadóttir vann söngvakeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, Barkann sem haldin var í gær. Hún verður þar með fulltrúi skólans í Söngvakeppni framhaldsskólanna.Austfirðingar notið einstakra norðurljósa
Austfirðingar hafa eins og aðrir notið mikilla norðurljósa sem leikið hafa um norðurhvel jarðar síðustu daga.Langi Seli og Skuggarnir áfram í Söngvakeppninni
Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir komust áfram í úrslitakvöld Söngvakeppninnar á laugardaginn síðastliðinn. Jón Þorleifur Steinþórsson, kallaður Jón Skuggi, spilar á kontrabassa í hljómsveitinni en hann er fæddur og uppalin í Neskaupstað.