Við höfum trú á okkur

Verkmenntaskóli Austurlands komst í undanúrslit Gettu betur ásamt Menntaskólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Fjölbrautaskóla Suðurlands. VA mun mæta Fjölbrautaskóla Suðurlands í undanúrslitum og því ljóst að skóli af landsbyggðinni muni keppa til úrslita. VA mætir FSu þann 10. mars þar sem skólarnir keppa um sæti í úrslitum. Úrslitin munu fara fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.

Lesa meira

Gyða Árnadóttir vann Barkann 2023

Gyða Árnadóttir vann söngvakeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, Barkann sem haldin var í gær. Hún verður þar með fulltrúi skólans í Söngvakeppni framhaldsskólanna.

Lesa meira

Langi Seli og Skuggarnir áfram í Söngvakeppninni

Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir komust áfram í úrslitakvöld Söngvakeppninnar á laugardaginn síðastliðinn. Jón Þorleifur Steinþórsson, kallaður Jón Skuggi, spilar á kontrabassa í hljómsveitinni en hann er fæddur og uppalin í Neskaupstað.

Lesa meira

„Hún ætlar erfiðustu leiðina í gegnum lífið“

Fyrir eins árs afmæli sitt hafði Embla Ingimarsdóttir frá Reyðarfirði gengist undir tvær stórar aðgerðir eftir að hafa fæðst með of þrönga gallvegi. Líf Emblu og foreldra hennar er nú að færast í eðlilegra horf, tæpu ári eftir lifrarskipti.

Lesa meira

Halda íbúafund um Franska daga

Íbúafundur verður haldinn í kvöld um undirbúning bæjarhátíðarinnar Franskra daga á Fáskrúðsfirði. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir allar hugmyndir og pælingar veg þegnar.

Lesa meira

Bætti umhverfið í hljóðverinu með ull

Jens Einarsson á Egilsstöðum hefur nýtt íslenska ull til að búa til fleka sem draga í sig hljóð. Þeir hafa meðal annars nýst til að bæta hljóð í hljóðverum og er Jens afar ánægður með afraksturinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.