Gettu betur: „Markmiðið var alltaf að komast í undanúrslit"

Á föstudaginn síðastliðinn keppti Verkmenntaskóli Austurlands í undanúrslitum Gettu betur gegn Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fjölbrautaskóli Suðurlands vann eftir spennandi keppni og tryggði sér sæti í úrslitum. Þar með lauk Gettu betur vegferð VA þetta árið.

Lesa meira

Dúkkur skapa hlýlegt andrúmsloft á hjúkrunardeildinni

Deildarstjóri hjúkrunardeildar HSA í Neskaupstað, Anna Sigríður Þórðardóttir, óskaði eftir dúkkum á hjúkrunarheimilið á Facebook. Hún telur mikilvægt að hafa hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft í kringum fólkið á hjúkrunardeildinni. 

Lesa meira

„Sumir að stíga sín fyrstu skref í myndlist“

Á næstu dögum fer fram kvöldnámskeið í myndlist á vegum Menningarstofu Fjarðabyggðar. Hreinn J. Stephensen, myndlistarmaður, er leiðbeinandi námskeiðsins. Námskeiðin verða haldin í Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði og fara fram á kvöldin frá 7. – 30. mars og verða fjögur skipti á hverjum stað. 

Lesa meira

Ásgeir Hvítaskáld frumsýnir myndina Naphorn á sunnudaginn

Sunnudaginn næstkomandi frumsýnir Ásgeir Hvítaskáld, rithöfundur, heimildamynd um hellinn í Naphorni. Myndin verður sýnd í Tehúsinu á Egilsstöðum klukkan 20:00. Myndin fjallar um leit hans að hellinum sem hann fjallar um í bók sinni Morðið í Naphorni. Bókin er skáldsaga byggð á sannsögulegum atburðum.

Lesa meira

Náttúruljósmyndir Jónínu ferðast áfram um heiminn

Norðurljósamyndir frá Jónínu G. Óskarsdóttur, ljósmyndara á Fáskrúðsfirði, vöktu mikla athygli árið 2012 eftir að bandaríska geimferðarstofnunin NASA notaði þær til að sýna dæmi um mikilfengleika ljósanna. Að undanförnu hafa myndir Jónínu gert víðreist, að þessu sinni af glitskýjum.

Lesa meira

Hróður Austurland Freeride Festival heldur áfram að aukast

„Ég var að kveðja 30 til 40 manna hóp erlendra gesta á sunnudaginn sem dvaldi hér yfir helgina og hver einn og einasti þeirra sagði við mig „I´ll be back“ svo eitthvað er verið að gera rétt,“ segir Sævar Guðjónsson, vítamínsprautan á bak við Austurland Freeride Festival sem fram fór um helgina.

Lesa meira

Volaða land á Seyðisfirði fyrstu sýningarhelgina

Volaða land, kvikmynd Hlyns Pálmasonar, verður sýnd í fyrsta sinn hér á landi í kvöld. Myndin fer síðan um landið um helgina í fylgd leikstjóra og aðalleikara sem koma til Seyðisfjarðar á sunnudagskvöld.

Lesa meira

Væri eftirsjá ef búskapur legðist af á Egilsstöðum

Gunnar Jónsson og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir hafa undanfarna áratugi verið bændur á Egilsstaðabýli en eru að afhenda búskapinn í hendur nýrrar kynslóðar. Gunnar er þar fæddur og uppalin og hefur séð miklar breytingar á Egilsstaðakaupstað og sambýlinu við búskapinn.

Lesa meira

Jón Skuggi: Við gleðjumst með Diljá alla leið

Úrslitakvöldið í Söngvakeppninni fór fram síðastliðið laugardagskvöld þar sem Diljá Pétursdóttir sigraði keppnina með lagi sínu „Power”. Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir lentu í öðru sæti með laginu „OK”. Jón Skuggi segir félagana í sveitinni sátta við sinn hlut og þakklátir fyrir stuðninginn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.