Guðgeir Björnsson: Aldrei verið í hefðbundinni danshljómsveit

Guðgeir Björnsson er einn þeirra sem hafa sett svip sinn á bæjarlífið á Egilsstöðum, gekk lengi um síðhærður með barðastóran hatt og í síðum jakka, hávaxinn og íhugull á svip. Guðgeir var á yngri árum umtalaður gítarleikari á Austurlandi þótt hann hafi reyndar alla tíð verið hálfgerður utangarðsmaður í tónlistinni.

Lesa meira

„Street Food“ helgi í undirbúningi á veitingastaðnum Nielsen

„Okkur langaði bara bæði að brydda upp á einhverju nýju og öðruvísi og kannski hugmyndin í og með sú að halda kokkunum okkar á tánum,“ segir Sólveig Edda Bjarnadóttir, einn eigenda og rekstraraðila veitingastaðarins Nielsen á Egilsstöðum.

Lesa meira

Leiksýningin Grease frumsýnd á morgun í Egilsbúð

Á morgun, þriðjudaginn 14. mars klukkan 20:00, verður leiksýningin Grease frumsýnd af 9. bekk Nesskóla í Egilsbúð. Löng hefð er fyrir því að 9. bekkur í Nesskóla setji upp leiksýningu og noti ágóðann af því til þess að fara í 9. bekkjar ferðalag saman.

Lesa meira

Ung norðfirsk listakona eftirsóttur húðflúrari í Reykjavík

Sædís Embla Jónsdóttir er að hluta til uppalin í Neskaupstað og á mikla tengingu í bæinn enn í dag. Sædís er 21 árs og starfar sem húðflúrari í Reykjavík. Hún byrjaði að flúra vini sína í Neskaupstað og lærði þannig smám saman á listina.

Lesa meira

SúEllen 40 ára og minningartónleikar Ingvars Lundberg

Hljómsveitin SúEllen fagnar 40 ára afmæli þessa dagana. Laugardaginn næstkomandi mun hljómsveitin koma fram í Bæjarbíó ásamt fleirum á minningartónleikum um Ingvar Lundberg, fyrrum hljómborðsleikara hljómsveitarinnar sem lést síðastliðið sumar aðeins 56 ára gamall.

Lesa meira

Verk Stefaníu valið áfram í Upptaktinn af 75 verkum

Í febrúar fór fram tónlistarsmiðja Upptaktsins á Austurlandi. Þar voru 15 þátttakendur sem sendu 8 lög í Upptaktinn. Það var verk Stefaníu Þ.V. Áslaugardóttur, „You don't brake me“, sem var valið áfram úr innsendingum tónlistarsmiðju Upptaktsins á Austurlandi og Tónlistarmiðstöðvarinnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.