„Mér datt ekkert annað í hug“

Hreinn Guðvarðarson, sem lengi var bóndi á Arnhólsstöðum í Skriðdal en býr nú á Sauðarkróki, hefur um árabil lagt fyrir sig vísnagerð. Hann hefur nú sent frá sér sína fyrstu bók sem hann nefnir Sýndaralvara og hefur að geyma vísur sem orðið hafa til á ýmsum tímum og af ýmsu tilefni.

Lesa meira

Sigurborg Einarsdóttir sæmd fálkaorðunni

Sigurborg Ingunn Einarsdóttir, Eskifirði, var í meðal þeirra fjórtán Íslendinga sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í gær. Sigurborg fékk riddarakrossinn fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.

Lesa meira

Helgin: Kastmót á Vilhjálmsvelli, knattspyrna og myndlist

Íþróttastarf er hægt og rólega að færast í eðlilegt horf hér á Austurlandi líkt og annarsstaðar á landinu. Auk þess sem leikið verður í bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu um helgina verður boðið upp á skemmtilegt mót á Vilhjálmsvelli þar sem spjótkastarar í fremstu röð, sem eiga það sameiginlegt að æfa undir handleiðslu Einars Vilhjálmssonar, reyna við persónuleg met auk þess sem keppt verður í kúluvarpi.

Lesa meira

Helgin: Dillivænt danspopp á Djúpavogi

Helgin er með rólegra móti á Austurlandi, enda talsvert um að vera í tengslum við þjóðhátíðardaginn í vikunni. Fjölmargar listsýningar sem opnuðu þá eru opnar um helgina og þá er boðið upp á sólstöðugöngu, tónleika á Eskifirði og ball á Djúpavogi.

Lesa meira

„Einblíndi á hvað ég væri heppin“

Pálína Margeirsdóttir á Reyðarfirði er meðal þeirra sem taka þátt í stuðningsneti Krabbameinsfélags Íslands og Krafts sem miðar að því að styðja krabbameinssjúklinga og aðstandendur á jafningjagrundvelli. Pálína þekkir sjúkdóminn vel af eigin raun, báðir foreldrar hennar létust úr krabbameini en hún sjálf hafði betur þegar hún greindist árið 2016.

Lesa meira

Gaf vel til viskíveiða

Það var heldur óvanalegur fengurinn sem Hreinn Elí Davíðsson náði að landi þar sem hann var að dorga við eina af bryggjunum á Seyðisfirði. Á enda línunnar var óátekin viskíflaska sem greinilega hafði verið lengi í sjó.

Lesa meira

Hæ hó, jibbí jei - Hvað er um að vera 17. júní?

Formlegum og hefðbundnum hátíðahöldum í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní hefur víðast hvar verið aflýst. Það eru þrátt fyrir það ýmsir viðburðir í dag, víða um Austurland.

Lesa meira

Þurfti að standa á kassa til að ná upp á roðflettivélina

Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís og prófessor við Háskóla Íslands, hefur á starfsævi sinni komið að verkefnum sem aukið hafa verðmæti íslenskra sjávarafurða um milljarða króna. Sigurjón var ekki hár í loftinu þegar hann byrjaði að vinna í fiski hjá Kaupfélaginu Fram í Neskaupstað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.