Ný endurgerð af Sögu Borgarættarinnar frumsýnd á Seyðisfirði um helgina

Í tilefni aldarafmælis Sögu Borgarættarinnar, fyrstu kvikmyndarinnar sem tekin var upp á Íslandi, verður ný endurgerð hennar frumsýnd samtímis á þremur stöðum á landinu sunnudaginn 3. október klukkan 15:00. Staðirnir þrír eru eftirfarandi: Hof á Akureyri, Bíó Paradís í Reykjavík og Herðubreið á Seyðisfirði. Endurgerðin er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunnar, Kvikmyndasafns Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Lesa meira

Málstofu um heimagrafreiti frestað

Málstofu um heimagrafreiti, sem halda átti í Kirkjuselinu í Fellabæ í dag, hefur verið frestað vegna veðurs.

Lesa meira

Óvenjulegur kosningafundur

Kosningabaráttan er nú á lokametrunum og keppast nú frambjóðendur við að kynna málefni sín fyrir kosningarnar. Jakob Frímann Magnússon, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi og Stuðmaður, ætlar að nýta sér tónlistina og halda í stutta tónleikaferð um Austfirði næstu tvo daga.

Lesa meira

Hreindýrskálfar gæfir sem hundar - Myndir

Í landi Vínlands í Fellum lifa tveir hreindýrskálfar í girðingu. Þeim var bjargað ungum af fólki sem með mikilli vinnu hefur náð að halda þeim lifandi. Kálfarnir eru hugulseminni þakklátir því þeir vilja leika sér og láta klappa sér af fólkinu.

Lesa meira

Fjallkonan á Vestdalsheiði innblástur haustsýningar Skaftfells

Fornleifafundurinn á Vestdalsheiði sumarið 2004 er innblástur að haustsýningu Skaftfells, sem ber yfirskriftina Slóð. Sýningin er samsýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur og Karlottu Blöndal sem unnið hafa verkin hvort í sínu lagi.

Lesa meira

Helgin: Bikar á loft á Vilhjálmsvelli

Höttur/Huginn tekur á morgun á móti bikarnum fyrir sigur í þriðju deild karla á meðan Vopnfirðingar leika úrslitaleik til að sleppa við fall. Á Skriðuklaustri verður hægt að komast á stefnumót við listamann.

Lesa meira

400.000 í verðlaun fyrir bestu lausnina

Nýting á því sem hafið býður okkur er meginviðfangsefni nýsköpunarmótsins Hacking Austurlands sem hefst í dag. Þátttakendur fá tíma með leiðbeinendum og geta unnið til veglegra verðlauna.

Lesa meira

„Tónleikarnir gengu frábærlega“

Í gær fóru fram vel heppnaðir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði. Tónleikarnir báru heitið La Dolce Vita og var þema tónleikanna tónlist sem tengist Miðjarðarhafinu. Á tónleikunum var leikin tónlist eftir Mozart, Joaquin Rodrigo og Felix Mendelssohn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.