


Þurfti snör handtök til að bjarga bolludeginum á Vopnafirði
Litlu munaði að Vopnfirðingar fengju fáar bollur annað árið í röð eftir að bollur, sem pantaðar voru úr Reykjavík, urðu eftir þar. Eigandi verslunarinnar Kauptúns brást við með að baka tæplega 200 stykki í eldhúsi verslunarinnar þar sem allra jafna eru bökuð forbökuð brauð frá Myllunni.
Litrík listaverk sem hafa róandi áhrif
Listamaðurinn Þór Vigfússon frá Djúpavogi opnar sýningu í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag. Sýningarstjóri lýsir verkunum á sýningunni sem einföldum en fjölbreyttum, litríkum og róandi, sem sé list sem eigi vel við Seyðfirðinga á þessum tímum.
Endurbætt Norræna komin af stað
Endurbótum er lokið á ferjunni Norrænu, sem siglir vikulega milli Seyðisfjarðar, Þórshafnar í Færeyjum og Hirthals í Danmörku. Hún er væntanleg til Seyðisfjarðar þriðjudaginn í næstu viku.„Varð grjótharður Fljótsdalshéraðsmaður“
Líf atvinnumanna í knattspyrnu er ekki tómur glamúr og gleði. Þeir lúta agareglum til að vera tilbúnir í leiki og geta takmarkað skemmt sér um helgar. Þannig dróst Rúrik Gíslason að Útsvari og Fljótsdalshéraði.
Fæðingarorlofið varð að krabbameinsmeðferð
Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, 26 ára Egilsstaðabúi, var komin 32 vikur á leið og hlakkaði til að fara í fæðingarorlof þegar hún greindist með eitilfrumukrabbamein í september síðastliðnum. Meðferðin hefur gengið vel og telst hún nú laus við meinið en síðustu mánuðir hafa breytt sýn hennar á lífið.
Hægt að sjá Fullkomið brúðkaup á netinu
Upptaka af sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á leikverkinu Fullkomið brúðkaup er nú orðin aðgengileg á netinu. Ákveðið var að færa sýninguna til fólks heima í stofu út af samkomutakmörkunum.
Austfirðir stöðugt í huga Tucci
Bandaríski stórleikarinn Stanley Tucci segist hafa heillast af Austfjörðum og Íslandi þegar hann dvaldi á svæðinu við tökur á Fortitude-sjónvarpsþáttunum.