Vilja koma klettaklifri á kortið austanlands

Þær kallast El Grillo og Norræna, staðsettar á Seyðisfirði en eiga ekkert skylt við þau skip sem flestir tengja þessum nöfnum. Þetta eru klettaklifurleiðir.

Lesa meira

Einhver átakanlegasta saga Austurlands senn á prent

„Ég er búinn að vita af þessu um tíu ára skeið og það kitlaði alltaf að skrifa um þetta og svo loks fyrir þremur árum síðan þá hófst ég handa,“ segir Ásgeir Hvítaskáld.

Lesa meira

Veisluhöldum linnir ekki á Borgarfirði eystra

„Þetta er orðin dálítið góð törn hjá okkur hér en við hendum í eina veislu enn og þar er fyrirmyndin gamla Álfaborgarséns-hátíðin,“ segir Ásgrímur Ingi Arngrímsson, einn forsprakkanna í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra.

Lesa meira

Stóðu fyrir söfnun til styrktar Úkraínubúum

Krakkarnir sem luku öðrum bekk grunnskóla á Reyðarfirði í vor stóðu fyrir söfnun til styrktar stríðshrjáðu fólki í Úkraínu skömmu áður en skóla lauk í vor.

Lesa meira

Hver peysa einstakt listaverk

Meðal viðburða á LungA nýverið var sýning á peysum eftir listakonuna Tótu Van Helzing, sem lést í desember í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Tóta tók miklu ástfóstri við Seyðisfjörð og kom þangað reglulega til að vinna að list sinni og taka þátt í viðburðum.

Lesa meira

Síldveiðar við Ísland lögðu grunninn að sænskum niðursuðuiðnaði

Saga sænskra sjómanna sem sóttu Íslandsmið til að veiða síld er sögð í heimildamyndinni „Havets silver“ sem sýnd verður í Herðubreið á Seyðisfirði síðar í dag. Höfundur myndarinnar segir fólk lítið þekkja til sænsku veiðanna því Norðmenn hafi verið svo áberandi en þær hafi skipt sænskan efnahag miklu máli.

Lesa meira

Fyllir á svanga Seyðfirðinga

Veitingastaðurinn „Filling station“ eða „Áfyllingarstöðin“ opnaði á Seyðisfirði í byrjun sumars. Nafnið vísar til þess að staðurinn er gömul bensínstöð. Morgunmatur og gott kaffi er þar í forgrunni en á ýmsu hefur gengið í aðdraganda opnunarinnar.

Lesa meira

Endurvekja hverfastemmningu á Neistaflugi í Neskaupstað

„Við erum að reyna að endurvekja hverfastemmninguna sem var hér á hátíðinni lengi vel þar sem hvert hverfi fyrir sig skreytti sérstaklega í tilteknum litum og miðað við skreytingar víða þá er fólk að taka vel í það sýnist mér,“ segir María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Neistaflugs í Neskaupstað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.