Pólsk kvikmyndahátíð á Eskifirði

Fimm pólskar kvikmyndir verða sýndar á kvikmyndahátíð sem haldin er öðru sinni í Valhöll á Eskifirði um helgina. Kvenleikstjórar eru áberandi í dagskránni en líka myndir sem tengjast Íslandi.

Lesa meira

Tveir fræðslufyrirlestrar í dag

Tveir fræðslufyrirlestrar verða haldnir í dag, annars vegar um veðurathuganir að Teigarhorni í Berufirði, hins vegar um baðstofumenninguna.

Lesa meira

„Mig langar svo að hafa frið alls staðar í heiminum“

„Við förum oft hjónin út fjörðinn að telja fugla og á leiðinni gríp ég gjarnan með mér allt það rusl sem ég finn á leiðinni og þarna rak ég augun í þessa plastflösku, sá svo að það var bréf inni í flöskunni með þessum líka frábæra boðskap sem var eins og talað úr mínu hjarta,“ segir Sólveig Sigurðardóttir á Seyðisfirði.

Lesa meira

Lærðu heil ósköp á tóvinnunámskeiði

„Við erum búnar að læra mjög margt eins og skilja að þel og tog, höfum lært að kemba með gömlu aðferðinni og svo höfum við verið að spinna fyrsta bandið okkar á halasnældu,“ segir Linda Ólafsdóttir.

Lesa meira

Langar aldrei heim aftur

Þrátt fyrir að hafa aðeins dvalið á Íslandi í fjóra mánuði hefur hin nítján ára gamla Saqar Yari tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur til síns heimalands. Þótt hún sé aðeins ráðinn sem au-pair til eins árs er hún í raun að flýja heimaland sitt til að geta lifað eðlilegu lífi. Saqar er frá Íran.

Lesa meira

Tólfan frá Vopnafirði varði Legomeistaratitilinn

Lið Vopnafjarðarskóla vann um helgina titil sinn í árlegri tækni- og hönnunarkeppni Lego og þar með þátttökurétt í Norðurlandakeppni eftir tvær vikur. Brúarásskóli og Seyðisfjarðarskóli náðu einnig góðum árangri í keppninni.

Lesa meira

Gengið gegn kynbundnu ofbeldi

Árleg ljósaganga Soroptimistaklúbbs Austurlands verður gengin frá Egilsstaðakirkju á morgun, föstudag. Gangan markar upphaf 16 daga átaki Soroptimista gegn kynbundnu ofbeldi.

Lesa meira

Helgin: Sýningu Rikke Luther lýkur í Skaftfelli

Haustsýningu menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á verkum eftir Rikke Luther lýkur um helgina. Á Borgarfirði verður vetrarveisla en borðtennisnámskeið í Brúarási.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.