Byggð myndast fyrir fólk ekki snjómokstur

Þörf er á að byggja upp fjölbreyttar samgöngur því ólíkir hópar fólks nota mismunandi ferðamáta. Þess vegna er þróunin sú að einkabíllinn fær minna rými í nýju skipulagi sveitarfélaga. Við allt skipulag verður að hugsa út í hvað fólk vill og hvernig það mun haga sér.

Lesa meira

Hver er Austfirðingur ársins 2024?

Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu fyrir afrek á nýliðnu ári.

Lesa meira

„Ég vildi verða eins góður kennari og ég get orðið“

Ania Czeczko, sem fædd er í Póllandi, lauk nýlega kennaraprófi frá Háskóla Íslands og starfar sem kennari á Djúpavogi. Hún segir að ástríðan fyrir því að kenna hafi knúið hana áfram í gegnum krefjandi nám, með stuðningi frá fjölskyldu og samstarfsfólki.

Lesa meira

Frá klifri í trjám til doktorsritgerðar um birkiskóga

Guðrún Óskarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, varði síðasta doktorsritgerð sína. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er vistfræði og nýliðun birkistofnsins á Skeiðarársandi og hún byggir á þremur greinum sem fjalla um: þróunarmynstur fyrstu kynslóðar stofnsins í tíma og rúmi, fræframleiðslu- og gæði og tilkomu annarrar kynslóðar birkis á sandinum.

Lesa meira

Uppgröfturinn í Firði einn sá stærsti og ríkulegasti á Íslandi

Fornleifauppgreftri á rústum landnámsbæjarins Fjarðar á Seyðisfirði lauk í september. Að baki er uppgröftur sem er með þeim umfangsmestu í Íslandssögunni, en líka einn sá ríkulegasti. Í jörðinni reyndist vera bæði meira af minjum og eldri en talið var þegar byrjað var að kanna svæðið.

Lesa meira

Áhersla á að varðveita verklega námið

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir tók í haust við sem nýr verkefnastjóri Hallormsstaðaskóla. Helstu verkefni hennar snúa að því að laga nám skólans að þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að það teljist fullgilt háskólanám. Hún segir miklu máli skipta að standa vörð um það verknám sem byggst hefur upp í kringum skólann. Ráðning hennar er hluti af samstarfi Hallormsstaðaskóla og Háskóla Íslands.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.