Aðventa Gunnars lesin um helgina

Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri 12. desember, annan sunnudag í aðventu.

Lesa meira

Töfrandi textar Aðventu túlkaðir í tónum

Hljómsveitin Mógil heldur um helgina tvenna tónleika með lögum sínum sem hún hefur unnið upp úr Aðventu, bók Gunnars Gunnarssonar, skálds frá Skriðuklaustri. Söngkona sveitarinnar segir töfrastundir skapast þegar texta Gunnars sé blandað saman við tónlistina.

Lesa meira

Konurnar spenntar en karlarnir hræddari

„Það hafa fleiri en tíu konur sýnt áhuga að vera með en því miður þá létu karlarnir ekkert sjá sig,“ segir Andrea Katrín Guðmundsdóttir, leiklistarkennari og leikstjóri, en hún hefur komið á fót tímabundnu endurminningaleikhúsi á Djúpavogi.

Lesa meira

Álfar og huldufólk í kennsluham á Djúpavogi

Álfar og huldufólk hvers kyns mun í framtíðinni koma grunnskólanemum til aðstoðar hvað viðkemur náttúruvísindum á Djúpavogi og nærhéraði í sérstöku appi sem verið er að vinna að. Það sem meira er; nemendurnir sjálfir hanna og stílfæra þær fígúrur sem appið notast við.

Lesa meira

Vopnfirðingar taka á móti aðventunni á sunnudag

Leikskólabörn voru viðstödd þegar kveikt var á jólatré Vopnfirðinga í morgun. Verslunar- og þjónustuaðilar þar hafa tekið höndum saman um að glæða bæinn lífi á sunnudag.

Lesa meira

Kammerkórinn syngur Messu Schuberts

Kammerkór Egilsstaða, ásamt kammersveit heimafólks undir stjórn Torvalds Gjerde, flytur Messu nr. 4 eftir Franz Schubert í heild sinni á aðventutónleikum á sunnudagskvöld. Kórfélagar hafa að undanförnu þurft að takast á við bæði krefjandi tónverk og Covid-faraldurinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.