Póstkortaveður í upphafi skíðahátíðar

Vetraríþróttahátíðin Austurland free ride festival verður haldin á svæðinu í kringum Oddsskarð um helgina. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir mikla stemmingu í byrjun og veðrið lofa góður.

Lesa meira

Þurfti snör handtök til að bjarga bolludeginum á Vopnafirði

Litlu munaði að Vopnfirðingar fengju fáar bollur annað árið í röð eftir að bollur, sem pantaðar voru úr Reykjavík, urðu eftir þar. Eigandi verslunarinnar Kauptúns brást við með að baka tæplega 200 stykki í eldhúsi verslunarinnar þar sem allra jafna eru bökuð forbökuð brauð frá Myllunni.

Lesa meira

Litrík listaverk sem hafa róandi áhrif

Listamaðurinn Þór Vigfússon frá Djúpavogi opnar sýningu í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag. Sýningarstjóri lýsir verkunum á sýningunni sem einföldum en fjölbreyttum, litríkum og róandi, sem sé list sem eigi vel við Seyðfirðinga á þessum tímum.

Lesa meira

Endurbætt Norræna komin af stað

Endurbótum er lokið á ferjunni Norrænu, sem siglir vikulega milli Seyðisfjarðar, Þórshafnar í Færeyjum og Hirthals í Danmörku. Hún er væntanleg til Seyðisfjarðar þriðjudaginn í næstu viku.

Lesa meira

„Varð grjótharður Fljótsdalshéraðsmaður“

Líf atvinnumanna í knattspyrnu er ekki tómur glamúr og gleði. Þeir lúta agareglum til að vera tilbúnir í leiki og geta takmarkað skemmt sér um helgar. Þannig dróst Rúrik Gíslason að Útsvari og Fljótsdalshéraði.

Lesa meira

Fæðingarorlofið varð að krabbameinsmeðferð

Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, 26 ára Egilsstaðabúi, var komin 32 vikur á leið og hlakkaði til að fara í fæðingarorlof þegar hún greindist með eitilfrumukrabbamein í september síðastliðnum. Meðferðin hefur gengið vel og telst hún nú laus við meinið en síðustu mánuðir hafa breytt sýn hennar á lífið.

Lesa meira

Hægt að sjá Fullkomið brúðkaup á netinu

Upptaka af sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á leikverkinu Fullkomið brúðkaup er nú orðin aðgengileg á netinu. Ákveðið var að færa sýninguna til fólks heima í stofu út af samkomutakmörkunum.

Lesa meira

Austfirðir stöðugt í huga Tucci

Bandaríski stórleikarinn Stanley Tucci segist hafa heillast af Austfjörðum og Íslandi þegar hann dvaldi á svæðinu við tökur á Fortitude-sjónvarpsþáttunum.

Lesa meira

Halda tónleika á vinnusvæði

Listamennirnir Charles Ross og Halldór Waren kom fram á tónleikunum í Sláturhúsinu á morgun. Í húsinu standa yfir miklar framkvæmdir þessa dagana.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.