


Helgin: Kvennadagur í mótorkrossbrautinni og sýningaropnanir
Sérstakur kvennadagur verður haldinn á sunnudag í mótorkrossbrautinni í Mýnesgrús. Á Skriðuklaustri og Sláturhúsinu á Egilsstöðum opna nýjar sýningar.
Opnuðu loppumarkaðinn Fjarðabása á Reyðarfirði
Hjónin Berglind Björk Arnfinnsdóttir og Gunnþór Tumi Sævarsson opnuðu loppumarkaðinn Fjarðabása í Molanum á Reyðarfirði í byrjun júní.
Þrír nemendur úr VA á Evrópumóti iðngreina
Þrír fyrrverandi nemendur Verkmenntaskóla Austurlands eru komnir til Gdansk í Póllandi þar sem Euroskills, Evrópumót iðn-, verk- og tæknigreina verður haldið.
Afhjúpa minnisvarða um vesturfara á Seyðisfirði og Vopnafirði
Minnisvarðar um fólk sem fluttist frá Austfjörðum til Norður-Ameríku undir lok 19. aldar verða afhjúpaðir á Seyðisfirði á sunnudag og Vopnafirði á þriðjudag. Afhjúpunin er hluti af ferðalagi átthagafélagsins Icelandic Roots um landið.
Stór stund hjá Tækniminjasafninu
Stór stund rennur upp hjá Tækniminjasafninu á Seyðisfirði síðdegis á morgun þegar safnið fær formlega afhent hið sögufræga bryggjuhús Angró en auk þess verður um formlega opnun á sýningunni Búðareyri - saga umbreytinga í Vélsmiðjunni. Í ofanálag geta gestir kynnt sér hönnun að glæsilegu nýju safnasvæði Tækniminjasafnsins sem staðsett verður við Lónsleiru í framtíðinni.

Fræðsla um íþróttaupplifun hinsegin fólks
Sveinn Sampsted, íþróttafræðingur hjá Samtökunum ´78, mun í vikunni halda erindi um um upplifun hinsegin fólks af íþróttastarfi í landinu fyrir foreldrum og forráðamönnum í Múlaþingi og Fjarðabyggð.

Stofna annan Ladies Circle klúbb á Egilsstöðum
Kynningarfundur og væntanlega um leið stofnfundur nýs félags innan Ladies Circle hreyfingarinnar hérlendis verður haldinn á Egilsstöðum í kvöld. Mikill áhugi hefur orðið til þess að biðlisti er inn í núverandi klúbb sem stofnaður var árið 2009. Stofnfélagi segir klúbbinn vera góða leið fyrir konur til að efla sitt tengslanet.