Nýr íþróttaskóli fer af stað á Eskifirði um helgina

Næstkomandi sunnudag fer af stað íþróttaskóli á Eskifirði. Hann er ætlaður tveggja til sex ára börnum. Það eru fjórar vinkonur sem tóku sig til og ætla að sjá um íþróttaskólann. Hann verður á hverjum sunnudegi næstu þrjá mánuði. Nýtt íþróttaþema verður í hverjum mánuði. 

Lesa meira

Reyðfirðingur útbjó þorrasultu fyrir grænkera

Matreiðslumeistarinn Bjarki Gunnarsson frá Reyðarfirði er maðurinn að baki þorrasultu fyrir grænkera sem vakið hefur mikla lukku á þorrablótum, bæði í hans gamla heimabæ sem og á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Sviðslistaverk um manninn í náttúrunni og náttúruna í manninum

Sviðslistaverkið Skarfur verður frumsýnt á Seyðisfirði á föstudagskvöld. Kolbeinn Arnbjörnsson stendur á sviðinu í hlutverki manns sem leitar til náttúrunnar eftir að hafa misst fótanna í lífinu. Að baki Kolbeini standa eiginkona hans, Katla Rut Pétursdóttir, og leikstjórinn Pétur Ármannsson.

Lesa meira

Eldhúsyfirheyrslan: Afbrigði af hlaupara uppáhald fjölskyldunnar

Áslaug Lárusdóttur er uppalin Breiðdælingur en býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Neskaupstað. Hún er skrifstofustjóri á Náttúrustofu Austurlands. Hún er þekkt fyrir leikni sína í eldhúsinu og stórgóðar tertuveislur og því tilvalin í eldhúsyfirheyrslu sem matgæðingur vikunnar. 

Lesa meira

„Vil sýna paradísina sem Austurlandið er“

Snjóbrettamyndin Volcano Lines kom út síðastliðin sunnudag. Myndin er nánast öll skotin á Austfjörðum því snjóbrettakappi myndarinnar er Austfirðingurinn Rúnar Pétur Hjörleifsson. Myndin er eftir ljósmyndarann og kvikmyndagerðamanninn  Víðir Björnsson.

Lesa meira

„Mitt nánasta fólk er komið með upp í kok af spilaæðinu í mér“

Spilakvöld þar sem fólk kemur saman og spilar hafa færst í aukanna undanfarið. Þær Karen Ragnardóttir og Petra Lind Sigurðardóttir kennarar við Verkmenntaskóla Austurlands tóku sig til að byrjuðu með spilakvöld í Neskaupstað á síðasta ári. Það hafa verið haldin reglulega síðan. 

Lesa meira

„Ég vil efla áhuga og starfsemi fyrir börn sem hafa áhuga“

Berglind Sigurðardóttir á Refsstað í Vopnafirði hefur haldið opið hús frá árinu 2011 í gömlu refahúsi sem þau hjónin breyttu í hesthús sem fékk fljótt nafið Tuggan. Í fyrra reistu þau svo áfasta reiðskemmu við hesthúsið og buðu þá krökkum að koma og prófa að fara á hestbak. Á morgun laugardaginn 8. febrúar verður svo næsta opna hús.

Lesa meira

„Ofboðslega spennandi og skemmtilegt að taka við keflinu“ 

Kommablótið í Neskaupstað var haldið síðastliðinn laugardag . Fyrsta blótið var haldið árið 1965 og þá gátu aðeins flokksfélagar fengið miða og boðið með sér gestum. Blótið var síðan opnað en nafninu var ekki breytt og ýmsum hefðum haldið. Nú hefur ný hefð verið búin til því í fyrsta sinn var valin Kommablótsnefnd sem sjá á um skipulagningu næsta blóts.  

Lesa meira

 „Maður lifir ekki árið án þess að fara í Mjóafjörð“

Anna Vilhjálmsdóttir kennari ólst upp á Brekku í Mjóafirði. Hún upplifði spennandi og fjöruga æsku og alltaf til í að prófa að takast á við ný ævintýri. Nýverið setti hún kennaraskóna á hilluna eftir yfir 40 ár í starfi sem handavinnukennari.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.