


Rithöfundalestin 2020: Öll orðin sem ég fann eftir Töru Ösp Tjörvadóttur
Tara Ösp Tjörvadóttir sendi í sumar frá sér sína fyrstu ljóðabók sem ber heitið „Öll orðin sem ég fann.“
Grýlubörn vísitera þótt ekki sé messufært
Þríeykið Grýlubörn leggur um helgina upp í tónleikaferð um landið. Ferðin verður þó óhefðbundin því engir áhorfendur verða á tónleikunum heldur verða þeir sendir út í beinni útsendingu. Þau segja ákveðna skyldu vera á tónlistarfólki að halda áfram að sinna íbúum á landsbyggðinni.
Rithöfundalestin 2020: Leiðarvísir um jarðfræði Austurlands
Breiðdalssetur hefur gefið út bókina „Leiðarvísir um jarðfræði Austurlands.“ Bókin kom upphaflega út í fyrra á ensku en hefur nú verið þýdd á íslensku.
Rithöfundalestin 2020: Silfurberg eftir Kristján Leósson og Leó Kristjánsson
Bókin Silfurberg – íslenski kristallinn sem breytti heiminum eftir feðgana Leó Kristjánsson og Kristján Leósson fjallar um silfurbergið sem numið var á Helgustöðum í Reyðarfirði og áhrif þess á heimssöguna.
Það er alveg satt! eftir Vigfús Ingvar Ingvarsson
Vigfús Ingvar Ingvarsson, fyrrum sóknarprestur á Egilsstöðum hefur skrásett ævisögu kristniboðanna Kjellrunar Langdal og Skúla Svavarssonar.
Rithöfundalestin 2020: Les birki eftir Kari Ósk Grétudóttur
Kari Ósk Grétudóttir er meðal þeirra sem senda frá sér sínar fyrstu ljóðabækur fyrir þessi jól. Bók hennar „Les birki“ kom út hjá Partusi föstudaginn 13. nóvember síðastliðinn.
Soroptimistar selja kærleikskúluna og jólaóróann
Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur um helgina fyrir sölu á kærleikskúlu og jólaórá til að afla fjár fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (SLF). Hluti ágóðans nýtist í heimabyggð.