Helgin: Málar mest í Álfaborginni

Listakonan Elín Elísabet Einarsdóttir opnar í dag málverkasýningu á Borgarfirði eystra með verkum sem hún hefur málað þar undanfarnar þrjár vikur. Bæjarhátíð Vopnfirðinga, fyrsta klifurhátíðin á Seyðisfirði og fjöldi tónleika er meðal þess sem er í boði á Austurlandi um helgina.

Lesa meira

Enda Vopnaskakið með stórtónleikum og Burstarfellsdeginum

Ekki alls óþekkt að Vopnfirðingar þjófstarti bæjarhátíð sinni Vopnaskaki lítillega. Það hafa þeir og gert þetta árið með viðburðum fyrir yngra fólkið sem hófust á mánudaginn var. En það er hins vegar óþekkt að enda þessa árlega hátíð bæjarbúa með stórtónleikum.

Lesa meira

Skoða að færa tónleikana út í góða veðrið

Tónlistarfólkið Soffía Björg Óðinsdóttir og Pétur Ben. eru saman á ferð um landið en þau vinna hvort að sinni plötunni. Egilsstaðir eru viðkomustaður þeirra í kvöld og til skoðunar er að halda tónleikana utandyra enda yfir 20 stiga hiti á svæðinu.

Lesa meira

Færa samtímalist til fjöldans í Fjarðarborg

Það engar nýjar fréttir að hópurinn Já Sæll, sem stendur að rekstri og uppákomum í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri, bryddi reglulega upp á óvenjulegum viðburðum. Skemmst að minnast viðburða á borð við Jól í júlí, þorrablót að sumarlagi eða arabískra þemudaga. Þetta sumarið skal gera samtímalist hátt undir höfði.

Lesa meira

Atvinnusaga Búðareyrar sögð á Tækniminjasafni Austurlands

Ný sýning opnaði síðasta sumar í aðalsýningarrými Tækniminjasafns Austurlands, Vjelasmiðju Jóhanns Hanssonar en húsið stórskemmdist í aurskriðunum árið 2020. Þar er nú sögð atvinnusaga Búðareyrar á Seyðisfirði.

Lesa meira

„Alltaf verið heilluð af dýrum“

Sunna Júlía Þórðardóttir þekkir öll dýrin á Skorrastað í Norðfjarðarsveit með nafni. Hún starfar þar með foreldrum sínum að búinu og ferðaþjónustu sem byggð hefur verið upp í kringum hestaferðir. Þess utan er hún starfsmaður blakdeildar Þróttar og spilar með kvennaliðinu.

Lesa meira

Útisýningin Störf kvenna á Seyðisfirði vekur athygli

Í júnímánuði opnuðu einar þrjár sýningar, á Egilsstöðum og Seyðisfirði, þar sem varpað er ljósi á sögu austfirskra kvenna. Sýningin í Seyðisfirði er utandyra og hefur vakið verðskuldaða athygli.

Lesa meira

Opnuðu ferðaþjónustu í gamalli rútu á Seyðisfirði

Hingað til hefur ferðafólk á Seyðisfirði ekki haft úr mörgu að velja ef hugmyndin er að kynnast dásemdum fjarðarins sjálfs og næsta nágrennis. Það breyttist í vor þegar þrír félagar opnuðu þar sína eigin ferðaþjónustu og það í gamalli rútu í þokkabót.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.