Hvetja Seyðfirðinga til að hýrast heima

Fjöldaganga verður ekki gengin á Seyðisfirði í tilefni Hinsegin daga eins og undanfarin ár vegna samkomutakmarkana. Skipuleggjendur göngunnar láta þó ekki deigan síga og hvetja bæjarbúa til að fagna fjölbreytileikanum heima hjá sér.

Lesa meira

Lionsfélagar söfnuðu fyrir „Frelsinu“

Félagar í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar afhentu nýverið íbúa á Seyðisfirði torfæruhjólastól til afnota. Markmiðið var að auðvelda honum ferðir bæði innanbæjar og utan.

Lesa meira

Austurlands Food Coop í örum vexti

Gamla bensínstöðin á Seyðisfirði er orðin að suðupunkti matarmenningar. Undanfarið ár hefur henni verið breytt í miðstöð Austurlands Food Coop sem flytur inn og dreifir fersku grænmeti og ávöxtum um allt land.

Lesa meira

Uppskerutími hjá LAust

Í sumar hafa 14 ungmenni verið starfandi við listsköpun á vegum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar undir merkjum LAust. Nú líður að uppskerutíma starfsins og hefst hann með sérstakri hátíð í dag.

Lesa meira

Kvöldverður á Nesi í fyrsta sinn á Eskifirði

Hljómsveitin Kvöldverður á Nesi frá Neskaupstað kemur saman á ný til að halda tónleika á Eskifirði. Hljómsveitin er ein af þeim sem aldrei hefur hætt þótt vart sé hægt að segja að hún hafi verið virki í meira en 30 ár. Hljómsveitin þótt með efnilegri sveitum Austurlands í byrjun níunda áratugarins en hún var upphaflega mynduð til að spila á því sem hljómsveitarmeðlimir lýstu sem „snobbkvöld.“

Lesa meira

Helgin: Stál og Bræla

Helgin sem margir landsmenn hafa vanist því að kalla Bræðsluhelgina er að renna upp og í þetta sinn án Bræðslunnar. En þrátt fyrir það er nóg um að vera á svæðinu.

Lesa meira

„Sauðkindin er táknmynd Íslands“

Í sumar hefur matarvagninum Fancy Sheep, sem þýða mætti sem „Fína kindin“ verið starfræktur á Seyðisfirði. Rekstraraðilar vagnsins segjast hafa hrifist af íslensku sauðkindinni á ýmsan hátt.

Lesa meira

Nýr harmonikkukonsert fluttur á Vopnafirði

Þó engin verði Atlavíkurhátíðin þurfa Austfirðingar ekki að óttast skort á tónlistarviðburðum um Verslunarmannahelgina. Víða verða haldnir tónleikar og eins og verða vill um þessa miklu tónlistarhelgi eru það einkum popp- og rokksveitir eða dægurlagasöngfólk sem lætur ljós sitt skína. Á Vopnafirði verður hins vegar boðið upp á klassíska kammertónleika.

Lesa meira

Krydd í tilveruna utan úr Eiðaþinghá

Innan skamms mun verða hægt að kaupa kryddblöndu úr villtum jurtum og sveppum úr Eiðaþinghá. Það eru tvær konur úr sveitinni sem standa að baki framtakinu en þær hafa einnig boðið upp á klassískt bakkelsi til sölu sem þær senda heim að dyrum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.