Rangur texti með myndagátu Austurgluggans

Við prentum jólablaðs Austurgluggans, sem berst áskrifendum í dag og á morgun, var fyrir mistök rangur texti prentaður með myndagátunni.

Lesa meira

Völdu hamborgarhrygginn því ekki var hægt að selja pizzu með rjúpu

Veitingastaðurinn Askur á Egilsstöðum setti í byrjun desember á matseðil tvær sérstakar jólapizzur. Önnur er með hamborgarhrygg og gljáðum ananas en hin með lakkrístoppi. Rekstrarstjóri staðarins segir starfsfólkið hafa lagst í mikla tilraunir við þróun pizzanna.

Lesa meira

Jólaálfar með óskunda í Safnahúsinu á Egilsstöðum

Snemma í þessum mánuði varð starfsfólkið í Safnahúsinu á Egilsstöðum vart við tvo óboðna gesti í húsinu. Þar um að ræða tvo jólaálfa sem ekkert hefur leiðst að gera þar prakkarastrik af ýmsu tagi. Það meðal annars orðið til þess að héraðsskjalavörður hefur svo rifið hár sitt og skegg vegna þessa allan mánuðinn að lítið er orðið eftir.

Lesa meira

Færði björgunarsveit Gerpis gjöf fyrir að bjarga ömmu sinni

Ung stúlka í Neskaupstað, Emma Sólveig Loftsdóttir, kom færandi hendi í hús björgunarsveitarinnar Gerpis fyrir skömmu og afhenti liðsmönnum tuttugu þúsund krónur sem hún hafði safnað á eigin spýtur. Gjöfin var þakklætisvottur fyrir að sveitin bjargaði ömmu hennar úr snjóflóði á síðasta ári.

Lesa meira

Héldu jólastund við Helgustaðanámu

Hópur útivistarfólks kom saman við Helgustaðanámu í utanverðum Reyðarfirði í gærkvöldi og hélt þar var litla aðventustund. Hópurinn hefur hist reglulega í haust og farið út að ganga í myrkrinu.

Lesa meira

Vel yfir fimm þúsund manns sótt sýningar Skaftfells á árinu

Enn eitt árið fagnar myndlistarmiðstöðin Skaftfell á Seyðisfirði stórkostlegri aðsókn en vel yfir fimm þúsund einstaklingar sóttu þær átta sýningar sem fram fóru í aðalsýningarsal miðstöðvarinnar þetta árið.

Lesa meira

„Kirkjan er fyrir alla“

Sérstök regnbogamessa markaði upphaf hinsegin daga á Austurlandi í sumar. Prófastur Austurlands segir að kirkjan eigi að litrófi mannlegs samfélags fagnandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.