Á sunnudaginn kemur halda samtökin Beint frá býli í annað sinn sérstakan Beint frá býli dag austanlands þar sem gestum og gangandi gefst kostur að gera sér glaðan dag í sveitinni og kynnast framleiðslu og vörum smáframleiðenda í fjórðungum.
Norðfirðingurinn Elísa Kristinsdóttir endaði önnur í Bakgarðshlaupinu í vor eftir að hafa hlaupið 56 hringi eða alls 375 kílómetra á 56 klukkustundum. Sú frammistaða kemur Elísu á listann yfir 10 bestu bakgarðskonur í heiminum, en slík hlaup fara fram víða um heiminn ár hvert.
Staða austfirsku liðanna í baráttunni um að komast upp úr annarri deild karla í knattspyrnu versnaði um helgina. FHL þarf að bíða lengur eftir deildarmeistaratitlinum í Lengjudeildinni.
Í byrjun september stendur til að úthluta íbúðum til hluthafa í Sigurgarði í væntanlegu fjölbýlishúsi sem verið er að byggja að Miðvangi 8 á Egilsstöðum. Vonast er til að heildarsamningar um framkvæmdirnar klárist vel fyrir áramót.
Ágúst Ívar Vilhjálmsson hefur unnið hjá Alcoa Fjarðaáli í 17 ár og segist ekki vera að hugsa sér til hreyfings. Hann er þar í dag aðaltrúnaðarmaður og er nýkominn í stjórn AFLs Starfsgreinafélags. Myndavélakerfi og vaktafyrirkomulag eru meðal þess sem brenna helst á starfsfólki stærsta vinnustaðar Austurlands.
Þess verður minnst í Vöðlavík á morgun að í ár eru 30 ár liðin frá frækilegu björgunarafreki þyrlubörgunarsveitar varnarliðsins á Keflavík þegar sex skipverjum af Goðanum var bjargað við hrikalegar aðstæður.