Fyrirtækið Tandraberg stefnir á að reisa lífkolaverksmiðju með allt að tveimur framleiðslulínum á nýju iðnaðarsvæði á Eskifirði skammt frá gangamunna Norðfjarðaganga. Hvor lína um sig gæti framleitt um 500 kwh af orku sem gæti skipt nokkrum sköpum fyrir hitaveituna í bænum.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, hyggst á næstunni leggja til hækkun veiðileyfagjalds. Hún segir að sjávarútvegurinn verði að huga að því hvernig hann starfi í sátt við samfélagið.
Hafin er vinna af hálfu HEF-veitna að endurbæta vatnsveitu Borgarfjarðar eystri en þar hefur ítrekað orðið vart kólígerlamengunar undanfarin misseri. Óumflýjanlegt er að koma þar upp gegnumlýsingartæki.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til að fóðurprammar, sem notaðir eru í fiskeldi hérlendis, verði færðir inn í íslenska skipaskrá. Viðbætur sem smíðaðar voru á fóðurprammann Muninn sem sökk í Reyðarfirði í byrjun árs 2021 virðast hafa átt stóran þátt í að pramminn sökk.
Tillaga um áskorun til Isavia innanlandsflugvalla ehf. um útvíkkun undanþágu frá gjaldskyldu á bílastæðum við flugvöllinn á Egilsstöðum meðal þeirra mála sem liggja fyrir haustþingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem sett var á Hallormsstað í morgun. Formaður SSA segir innanlandsflugið mikla hindrun í aðgengi Austfirðinga að þjónustu.
Fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis segir það hundleiðinlega stöðu á kosningavetri að þurfa að hagræða í ríkisfjármálum og fresta verkefnum en það verði að gera til að ná mikilvægasta markmiðinu sem sé að lækka vexti og verðbólgu. Rétt sé þó að meira fjármagn þurfi til að viðhalda vegakerfinu sem hægt hefur verið að leggja fram.
Ellefta Cittaslow-ár Djúpavogs hefst formlega á morgun og stendur í þrjá daga fram á síðdegi á sunnudag. Sem fyrr er áherslan þessa daga að taka lífinu með ró og njóta augnabliksins.