Allar fréttir

Grátt í fjöll á sunnudagsmorgni

Snjóföl mátti sjá á nokkrum stöðum í fjöllum á sunnanverðum Austfjörðum í gærmorgun. Bóndi í Skriðdal segist enn vera bíða eftir heyskapartíðinni.

Lesa meira

Boðið heim í Fljótsdalinn á Beint frá býli deginum á sunnudag

Á sunnudaginn kemur halda samtökin Beint frá býli í annað sinn sérstakan Beint frá býli dag austanlands þar sem gestum og gangandi gefst kostur að gera sér glaðan dag í sveitinni og kynnast framleiðslu og vörum smáframleiðenda í fjórðungum.

Lesa meira

Elísa Kristinsdóttir í hópi tíu bestu bakgarðshlaupara heims

Norðfirðingurinn Elísa Kristinsdóttir endaði önnur í Bakgarðshlaupinu í vor eftir að hafa hlaupið 56 hringi eða alls 375 kílómetra á 56 klukkustundum. Sú frammistaða kemur Elísu á listann yfir 10 bestu bakgarðskonur í heiminum, en slík hlaup fara fram víða um heiminn ár hvert.

Lesa meira

Styttist í að íbúðum verði úthlutað í Miðvangi 8

Í byrjun september stendur til að úthluta íbúðum til hluthafa í Sigurgarði í væntanlegu fjölbýlishúsi sem verið er að byggja að Miðvangi 8 á Egilsstöðum. Vonast er til að heildarsamningar um framkvæmdirnar klárist vel fyrir áramót.

Lesa meira

„Eitt vaktavinnukerfi verður aldrei fullkomið fyrir alla“

Ágúst Ívar Vilhjálmsson hefur unnið hjá Alcoa Fjarðaáli í 17 ár og segist ekki vera að hugsa sér til hreyfings. Hann er þar í dag aðaltrúnaðarmaður og er nýkominn í stjórn AFLs Starfsgreinafélags. Myndavélakerfi og vaktafyrirkomulag eru meðal þess sem brenna helst á starfsfólki stærsta vinnustaðar Austurlands.

Lesa meira

Björgunarafreksins í Vöðlavík minnst á morgun

Þess verður minnst í Vöðlavík á morgun að í ár eru 30 ár liðin frá frækilegu björgunarafreki þyrlubörgunarsveitar varnarliðsins á Keflavík þegar sex skipverjum af Goðanum var bjargað við hrikalegar aðstæður.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar