Ungt frjálsíþróttafólk af öllu Austurlandi mun dvelja á Fljótsdalshéraði um helgina og taka þátt í æfingabúðum með Þráni Hafsteinssyni, einum fremsta frjálsíþróttaþjálfara landsins. Æfingabúðirnar eru haldnar að frumkvæði frjálsíþróttadeildar Hattar í samstarfi við frjálsíþróttaráð UÍA.
Huginn Seyðisfirði styrkti sig í vikunni fyrir átökin í annarri deild karla í knattspyrnu með fimm erlendum leikmönnum. Huginn og Fjarðabyggð hefja keppni á morgun.
Bikarkeppni karla í knattspyrnu hefst um helgina, Freyfaxi stendur fyrir krakkahelgi og Höttur spilar í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu.
Sindri sló Huginn úr leik í bikarkeppni karla í knattspyrnu í framlengdum leik í gærkvöldi. Fjarðabyggð vann öruggan sigur á Leikni og í bikarkeppni kvenna burstaði Höttur Fjarðabyggð á mánudagskvöld.
Forsvarsmenn Öldungamótsins í blaki, sem haldið verður í Neskaupstað á næsta ári, gera ráð fyrir að kaupa tvær færanlegar íþróttahallir og flytja til landsins til að geta haldið mótið. Mótið hefur tvöfaldast að stærð síðan það var síðast haldið á staðnum fyrir rúmum áratug.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður meðal gesta á knattspyrnudögum sem knattspyrnudeild Hattar stendur fyrir í dag og á morgun.
Höttur og Fjarðabyggð mætast í fyrstu umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Norðfjarðarvelli í kvöld. Fjarðabyggð og Huginn hófu leik annarri deild karla á laugardag.
Leiknir sló Hött úr í fyrstu umferð bikarkeppni karla í knattspyrnu með tveimur mörkum á lokamínútunum. Fjarðabyggð sló Einherja út og kvennalið Hattar er úr leik í Lengjubikarnum.