Til stendur að gera tilraun með að hafa skíðasvæðið í Oddsskarði opið um helgar í maí og júní. Umtalsvert meiri snjór er á svæðinu nú heldur en verið hefur.
Viðar Jónsson tekur við þjálfun meistaraflokks Leiknis í knattspyrnu karla af Búa Vilhjálmi Guðjónssyni sem sagði starfi sínu lausu fyrir helgi. Mánuður er í að Íslandsmeistaramótið hefjist.
Þróttur og Afturelding mætast öðru sinni í baráttu sinni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í Neskaupstað í kvöld. Þróttur vann fyrri leikinn í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöld í oddahrinu. Þjálfari Þróttar segir að það skipti engu máli nú.
Kvennalið Þróttar beið skipbrot í þriðja leik liðsins gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Afturelding valtaði yfir Þrótt í fyrstu tveimur hrinunum og vann 3-0 sigur.
Búi Vilhjálmur Guðjónsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Leikni, hefur sagt upp störfum af persónulegum ástæðum. Rétt rúmur mánuður er þar til keppni hefst í þriðju deild.
Þróttur heimsækir Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blakinu. Þjálfari Þróttar segir liðið hafa nýtt tímann vel eftir tapið í Neskaupstað á föstudag til að undirbúa leikinn.
Afturelding jafnaði í kvöld stöðuna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna þegar liðið lagði Þrótt 1-3 í Neskaupstað í kvöld. Þjálfari Þróttar segir liðið hafa fært gestunum sigurinn í kvöld á silfurfati.
Þróttur vann í kvöld magnaðan sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki 2-3 í Mosfellsbæ. Heimaliðið var yfir eftir fyrstu tvær hrinurnar. Þjálfarinn segir að þrátt fyrir erfiða byrjun hafi það aðeins verið tímaspursmál hvenær liðið myndi snúa leiknum sér í vil.