Höttur tekur á móti Fjölni í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld en liðin eru jöfn að stigum í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn. Blaklið Þróttar halda norður á Akureyri þar sem þau freista þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki.
Höttur vann mikilvægan sigur í baráttunni um efstu sæti fyrstu deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði FSu 94-98 á Selfossi á föstudag. Liðin skiptust á um að hafa forustuna í leiknum.
Höttur sigraði Breiðablik 95-90 í hörkuleik í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Blikar lögðu upp með að tvo leikmenn Hattar en þá tóku aðrir við stigaskoruninni.
Undirbúningstímabilið er hafið hjá austfirskum knattspyrnuliðum. Leiknir fór norður í Eyjafjörð og tók þar þátt í Kjarnafæðismótinu. Liðið vann síðustu tvo leiki sína í mótinu sem spilaðir voru um helgina.
Kvennalið Þróttar í blaki hefur keppni á ný í kvöld eftir langt jólafrí þegar það heimsækir Stjörnuna í Garðabæ á morgun. Körfuknattleikslið Hattar mætir FSu á Selfossi í kvöld.
Tveir keppendur UÍA komust á verðlaunapall á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum 15-22ja ára sem haldið var um síðustu helgi. Blak og körfubolti eru ofarlega á lista austfirskra íþróttamanna um helgina.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir átti stórleik og skoraði 36 stig þegar Þróttur Neskaupstað lagði Stjörnuna 1-3 í fyrsta leik sínum eftir jólafrí í Mikasa-deild kvenna í blaki á laugardag. Þjálfarinn segir fríið hafa verið heldur langt og leikur liðsins borið þess merki.
Karlalið Þróttar gerði góða ferð til Reykjavíkur um helgina og vann Þrótt Reykjavík tvisvar 0-3. Þjálfari liðsins segist ánægður með leiki helgarinnar. Norðfjarðarliðið hafði góð tök á Reykjavíkurliðinu í báðum leikjunum.
Ríflega 150 iðkendur úr fimleikadeild Hattar tóku þátt í fimleikaútgáfu deildarinnar á söngleiknum Ávaxtakörfunni sem sýnd var í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á laugardag.