Íþróttir helgarinnar: Höttur tekur á móti Fjölni og bikarkeppni í blaki

karfa hottur breidablik jan14 0026 webHöttur tekur á móti Fjölni í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld en liðin eru jöfn að stigum í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn. Blaklið Þróttar halda norður á Akureyri þar sem þau freista þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur vann FSu í sveiflukenndum leik

karfa hottur breidablik jan14 0040 webHöttur vann mikilvægan sigur í baráttunni um efstu sæti fyrstu deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði FSu 94-98 á Selfossi á föstudag. Liðin skiptust á um að hafa forustuna í leiknum.

Lesa meira

Karfa: Ungu strákarnir hjá Hetti sáu um Breiðablik

karfa hottur breidablik jan14 0008 webHöttur sigraði Breiðablik 95-90 í hörkuleik í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Blikar lögðu upp með að tvo leikmenn Hattar en þá tóku aðrir við stigaskoruninni.

Lesa meira

Fótbolti: Gott gengi hjá Leikni í Kjarnafæðismótinu

leiknir kff fotbolti 14092013 0011 webUndirbúningstímabilið er hafið hjá austfirskum knattspyrnuliðum. Leiknir fór norður í Eyjafjörð og tók þar þátt í Kjarnafæðismótinu. Liðið vann síðustu tvo leiki sína í mótinu sem spilaðir voru um helgina.

Lesa meira

Tveir keppendur UÍA á palli á Meistaramóti í frjálsum

uia frjalsar mi1522 jan14Tveir keppendur UÍA komust á verðlaunapall á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum 15-22ja ára sem haldið var um síðustu helgi. Blak og körfubolti eru ofarlega á lista austfirskra íþróttamanna um helgina.

Lesa meira

Blak: Jóna Guðlaug sá um Stjörnuna

blak throttur hk urslit 02042013 0004 webJóna Guðlaug Vigfúsdóttir átti stórleik og skoraði 36 stig þegar Þróttur Neskaupstað lagði Stjörnuna 1-3 í fyrsta leik sínum eftir jólafrí í Mikasa-deild kvenna í blaki á laugardag. Þjálfarinn segir fríið hafa verið heldur langt og leikur liðsins borið þess merki.

Lesa meira

Austurvarp: Krossleggjum fingur á sýningardaginn

fimleikar avaxtakarfan 0069 webRíflega 150 iðkendur úr fimleikadeild Hattar tóku þátt í fimleikaútgáfu deildarinnar á söngleiknum Ávaxtakörfunni sem sýnd var í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á laugardag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar