Fjarðabyggð hafði sætaskipti við Huginn í þriðju deild karla í knattspyrnu eftir 1-2 sigur í uppgjöri toppliðanna á föstudagskvöld. Sigurmarkið kom í blálokin. Leikmenn Hattar eru hins vegar vonsviknir eftir erfiða helgi.
Arnar Freyr Jónsson, Golfklúbbi Norðfjarðar, varð efstur austfirskra kylfinga á Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík um helgina.
Keppendur UÍA náðu í þó nokkur verðlaun á Landsmóti UMFÍ sem fram fór á Selfossi 4. - 7. júlí. Betur gekk hjá einstaklingum heldur en sveitum eða liðum.
Þórarinn Sigurbergsson setti brautarmet þegar hann varð fyrstur í mark í 103 km keppni í hjólreiðakeppninni Tour de Orminum sem fram fór á Fljótsdalshéraði í dag. Hafliði Sævarsson bætti einnig eldra met í 68 km keppninni.
Huginn Seyðisfirði er í efsta sæti þriðju deildar karla þegar mótið er hálfanað. Liðið tapaði fyrsta leiknum en síðan hefur það unnið ellefu leiki í röð.
Sigríður Baxter, þjálfari kvennaliðs Hattar í knattspyrnu, gat leyft sér að brosa eftir 8-1 sigur á Fjarðabyggð í B riðli fyrstu deildar á Vilhjálmsvelli í kvöld. Hún segir leikmenn liðsins hafa gert það sem lagt var upp með fyrir leikinn.
Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin í annað sinn laugardaginn 10. ágúst. Í keppninni verður hjólað umhverfis Lagarfljótið. Keppnisvegalengdirnar eru tvær, 68 km hringur og 103 km.
Birkir Pálsson, sem hóf tímabilið sem fyrirliði karlaliðs Hattar í knattspyrnu, stýrir liðinu út leiktíðina og verður spilandi þjálfari. Hann tekur við þjálfuninni af Eysteini Haukssyni sem var vikið frá störfum fyrir rúmri viku.
Katie Goetzmann skoraði þrennu þegar Höttur burstaði Fjarðabyggð 8-1 í fyrstu deild kvenna á Vilhjálmsvelli í kvöld. Tveir leikmenn Fjarðabyggðar þurftu á sjúkrahús eftir harkalegt samstuð.