Þróttur Neskaupstað tekur á móti HK í fyrstu deildum karla og kvenna í blaki á morgun. Í fyrstu deild karla í körfuknattleik heimsækir Höttur Þór á Akureyri.
Styrktarsamningur milli Hattar og Flugfélags Íslands
Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður deildanna.
Taktar á jólamóti í fimleikum: Myndir
Glæsileg tilþrif sáust á jólamóti fimleikadeildar Hattar sem haldið var skömmu fyrir jól í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Iðkendur deildarinnar reyndu þar með sér í á hinum ýmsu áhöldum. Gleðin var við völd og fengu keppendur jólakúlur í viðurkenningarskili í mótslok. Austurfrétt var á svæðinu og fangaði stemminguna.
Snjór um víða veröld: Dagskrár í Stafdal og Oddsskarði
Vegleg dagskrá er í boði á austfirsku skíðasvæðunum í Stafdal og Oddsskarði á sunnudag í tilefni alþjóðaverkefnisins „Snjór um víða veröld.“ Aðstandendur segja daginn kjörinn til að bjóða upp á útivist, hreyfingu og samveru fyrir fólk á öllum aldri.
Elvar Ægisson valinn íþróttamaður Hattar
Knattspyrnumaðurinn Elvar Þór Ægisson var valinn íþróttamaður Hattar á þrettándagleði félagsins og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs á sunnudagskvöld. Starfsmerki félagsins voru afhent í fyrsta sinn við sama tilefni.
Þorbjörg Ólöf íþróttamaður Fjarðabyggðar
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blakkona úr Þrótti, er íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2012 en verðlaunin voru afhent í síðustu viku. Þorbjörg hefur lengi verið lykilmaður í Þróttarliðinu sem náði ágætum árangri í fyrra.
Sex milljónir austur úr ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar
UÍA og aðildarfélög fengu tæpum sex milljónum úthlutað úr ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2011. Íþróttafélögin Höttur á Egilsstöðum og Þróttur í Neskaupstað eru meðal þeirra einstöku félaga sem mest fengu úr sjóðnum.
Blak: Mikilvægur sigur á Aftureldingu
Þróttur Neskaupstað heldur efsta sætinu í fyrstu deild kvenna í blaki eftir mikilvægan 2-3 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ á föstudagskvöld. Þjálfarinn segir sigurinn mikilvægan fyrir átökin sem framundan eru. Karlaliðið lyfti sér upp í þriðja sætið með að leggja efsta lið deildarinnar.
Karfan og knattspyrnan mætast í góðgerðaleik
Knattspyrnu- og körfuknattleikslið Hattar mætast í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum annað kvöld í leik þar sem ágóði af miðasölunni rennur til Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins.