UÍA, ME og Höttur mynda afrekshóp í fimleikum
Fimleikadeild Hattar, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Menntaskólinn Egilsstöðum skrifuðu á laugardag undir samstarfssamning um afrekshóp í fimleikum á Austurlandi. Markmiðið með hópnum er að styðja við þá sem vilja ná lengra í íþróttinni en jafnframt búa lengur í heimabyggð.
Auðveldur sigur Hattar á Reyni: Myndir
Karfa: Góður útisigur á Breiðabliki
Opnað í Oddsskarði í dag
Snjórinn er kominn í Oddsskarð og verður opnað þar klukkan 16:00. Svæðið verður opið alla daga vikunnar fram til sunnudagsins 9. desember, eftir því sem veður leyfir.
Auðveldur sigur Hattar á Reyni: Myndir
Höttur vann Reyni Sandgerði örugglega 103-60 í fyrstu deild karla í körfuknattleik á fimmtudagskvöld. Hattarmenn náðu snemma tuttugu stiga forskoti og létu það aldrei af hendi. Tækifærið var nýtt til að gefa óreyndari leikmönnum tækifæri.
Karfa: Góður útisigur á Breiðabliki
Höttur er á góðri siglingu í fyrstu deild karla í körfuknattleik eftir 86-97 sigur á Breiðabliki í Kópavogi á föstudagskvöld. Leikurinn var hnífjafn en Hattarmenn voru öflugri á endasprettinum.
Opnað í Oddsskarði í dag
Íþróttir helgarinnar: Karfa, knattspyrnuakademía og merkisafmæli
Nóg verður við að vera á íþróttasviðinu á Austurlandi um helgina. Höttur tekur á móti Reyni Sandgerði í fyrstu deild karla í körfuknattleik, knattspyrnuakademía verður í Fjarðabyggðarhöllinni og Huginn Fellum fagnar áttræðisafmæli sínu.