Fimm frá Þrótti á Norðurlandamóti

Fyrsta mótið á nýjum strandblakvelli í Neskaupstað var haldið á
laugardag. Sandurinn í völlinn kom alla leið frá Póllandi. Sama dag
spilaði kvennalið félagsins sinn fyrsta deildarleik í vetur.
Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum stendur í kvöld fyrir atburði sem þau kalla "Jólabingó" á hátíðarsal skólans. Fátítt er að slíkir atburðir séu haldnir í september. "Við erum bara að skáka öðrum með að vera fyrr á ferðinni," segir Jóhann Atli Hafliðason, stjórnarmaður í NME.
Leiknismenn buðu upp á laglegan Breiðholtsbúgí þegar þeir unnu öruggan
sigur á lélegum Hattarmönnum í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Það
er skemmst frá því að segja að heimamenn voru skrefi á eftir gestunum
allan leikinn og þrátt fyrir athyglisverðar tilraunir til að snúa
gjörtöpuðum leik sér í hag á síðustu mínútu leiksins var niðurstaðan sú
að það er Höttur sem situr einn á botni 1. deildar. Liðið er nú
stigalaust eftir þrjá leiki.
Heimir Þorsteinsson, sem þjálfar karlalið Fjarðabyggðar í annarri
deildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð með Hauki Ingvari
Sigurbergssyni, segir það góða þróun að fá yngri mann inn í þjálfunina.
Hann reiknar ekki með miklum breytingum á leikmannahópnum þótt alltaf
færi sig einhverjir leikmenn um set þegar lið fari á milli deilda.
Íslenska landsliðið í mótorkrossi var svikið um hjól sem því hafði verið
lofað til notkunar í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum.
Egilsstaðabúinn Hjálmar Jónsson er einn liðsmanna.
Heimir Þorsteinsson og Haukur Ingvar Sigurbergsson þjálfa karlalið
Fjarðabyggðar í knattspyrnu. Páll Guðlaugsson heldur ekki áfram með
liðið sem féll úr fyrstu deild í haust. Útlit er fyrir að markvörðurinn
Srdjan Rajkovic yfirgefi félagið.
Eysteinn Hauksson, sem þjálfar knattspyrnulið Hattar í 2. deild karla á
næsta ári, segist hafa horft heim síðan hann yfirgaf félagið ungur að
árum. Hann er spenntur fyrir verkefninu á Egilsstöðum.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.