Þróttur Neskaupstað tapaði 2-3 fyrir HK í úrslitum bikarkeppni kvenna í blaki á sunnudaginn var. Þróttur byrjaði betur og vann tvær fyrstu hrinurnar en þá hrökk HK í gang. Eva Björk Ægisdóttir mætti fyrir Austurfrétt á úrslitaleikinn og fangaði bestu augnablikin.
Lið fimleikadeildar Hattar náðu góðum árangri á Íslandsmótsinu í hópfimleikum sem fram fór í Ásgarði í Garðabæ í umsjá Stjörnunnar. Sex lið fóru frá deildinni með alls 59 keppendum.
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka sem tryggðu sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla á næsta tímabili með 70-98 sigri á Hetti á Egilsstöðum, segir liðið hafa sýnt styrk sinn með tíu leikja sigurgöngu eftir áramót. Það sé tilbúið í úrvalsdeildina.
Haukar fögnuðu sigri í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir burstuðu Hött á Egilsstöðum 71-98 í síðustu umferð deildarinnar. Þeir tryggðu sér þar með sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Umspil bíður á móti Hattarmanna.
Þuríður Nótt Björgvinsdóttir og Jóhann Beck Vilhjálmsson sem æfa með Hetti á Egilsstöðum komust bæði á verðlaunapall á Íslandsmóti í bardaga (sparring) sem haldið var fyrir skemmstu.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ekkert sérstaklega niðurdreginn þrátt fyrir að liðið tapaði 70-98 fyrir Haukum í fyrstu deild karla í körfuknattleik í lokaumferð deildarinnar á Egilsstöðum í kvöld. Haukar fögnuðu deildarmeistaratitlinum og sæti í úrvalsdeild en Höttur var búinn að tryggja sig inn í úrslitakeppnina.
Stór helgi er framundan hjá austfirskum íþróttamönnum. Höttur tekur á móti Haukum í lokaumferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik og Þróttur Neskaupstað spilar í úrslitum bikarkeppninnar í blaki.