Brynjar Þór Gestsson verður næsti þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar í knattspyrnum, samkvæmt heimildum Austurfréttar. Brynjar er ekki ókunnugur austfirskri knattspyrnu því hann þjálfaði Huginn Seyðisfirði fyrir nokkrum árum.
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Hattar, var að vonum súr eftir 2-3 tap fyrir Leikni Reykjavík í fallslag fyrstu deildar karla í knattspyrnu á Vilhjálmsvelli í dag. Hattarliðið er þar með komið í fallsætið og erfiðan leik í lokaumferðinni. Eysteinn viðurkenndi að gestirnir úr Breiðholti hefðu einfaldlega verið betri í dag.
Höttur féll um síðustu helgi úr fyrstu deild karla í knattspyrnu. Þeir sýndu þó af sér íþróttamennsku þegar þeir óskuðu liðinu sem sendi þá niður, Þór frá Akureyri, til hamingju með deildarmeistaratitilinn.
Davíð Snorri Jónasson, annar þjálfara Leiknis Reykjavík, leyfði sér að fagna 2-3 sigri á Hetti á Vilhjálmsvelli í fallslag fyrstu deildar karla í knattspyrnu í dag. Gestirnir virtust samt halda báðum fótum á jörðinni og gera sér vel grein fyrir að enn er leikur eftir.
Höttur féll um síðustu helgi úr fyrstu deild karla í knattspyrnu. Þeir sýndu þó af sér íþróttamennsku þegar þeir óskuðu liðinu sem sendi þá niður, Þór frá Akureyri, til hamingju með deildarmeistaratitilinn.
Höttur er kominn í verulega erfiða stöðu eftir 2-3 tap gegn Leikni Reykjavík í fyrstu deild karla í knattspyrnu í dag. Ýmislegt gekk á í leiknum, furðumark frá miðju, rautt spjald rétt fyrir leikslok og tilfinningar þegar flautað var af. Austurfrétt fangaði mikilvægustu augnablikin.