„Það lítur út fyrir mjög gott hjólaveður, sól og hægan vind,“ segir María Jóngerð Gunnarsdóttir, sumarstarfsmaður UÍA, um veðurútlit fyrir hjólakeppnina Tour de Orminn sem fram fer á Héraði á laugardaginn.
„Aðstæður til sundsins hafa aldrei verið betri,“ segir Þórunn Hálfdánardóttir, ein þeirra sem kemur að skipulagningu Urriðavatnssundsins sem fram fer á laugardaginn.
Borja Gonzalez Vicante og Ana Vidal Valal, blakþjálfarar hjá Þrótti, hafa verið ráðnir landsliðsþjálfarar kvenna fram yfir Smáþjóðaleikana á næsta ári. Þau vonast til að hægt þau geti komið að því að efla íslenskt blak.
„Það er stutt í hlaup og allir orðnir spenntir,“ segir Jóhann Trggvason, einn þeirra sem stendur að Barðsneshlaupinu sem haldið verður á laugardaginn, tuttugasta og annað árið í röð.
Körfuknattleiksdeild Hattar hefur komist að samkomulagi við þrjá erlenda leikmenn um að leika með liðinu næsta vetur. Miðherjinn Mirko Stefán Virijevic, sem leikið hefur með liðinu þrjú undanfarin tímabil, hefur lagt skóna á hilluna.
Bæjarráð Seyðisfjarðar hefur skipað fjögurra manna vinnuhóp sem ætlað er að vinna að endurbótum á knattspyrnuvellinum á Seyðisfirði. Brynjar Skúlason, þjálfari meistaraflokksliðs Hugins, er formaður hópsins.
Leiknir komst upp fyrir Hött í botnbaráttu annarrar deildar karla í knattspyrnu með 1-1 jafntefli gegn Fjarðabyggð á föstudagskvöld. Bæði lið fengu tækifæri til að landa sigrinum í lokin en virtust sátt við skiptan hlut.
Brautarmet féllu bæði í kvenna og karlaflokki í Dyrfjallahlaupinu sem fram fór síðastliðin laugardag. Hlaupastjórinn, Inga Fanney Sigurðardóttir, segist viss um að hlaupið eigi eftir að verða vinsælt í framtíðinni.
„Strákarnir eru mjög spenntir og tilbúnir í slaginn,“ segir Haddur Áslaugsson hjólaþjálfari, um lið fjögurra ungra hjólreiðakappa frá íþróttafélaginu Þristinum sem heldur tekur þátt í WOW cyclothon.