Höttur leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Talsverðar breytingar hafa orðið á liðinu í vetur en stefnan er sett á úrslitakeppnina í vor.
Knattspyrnumaðurinn Hjálmar Jónsson frá Egilsstöðum hefur tilkynnt að yfirstandandi tímabil hjá IFK Gautaborg í Svíþjóð verði hans síðasta. Hann hefur leikið 427 leiki fyrir Gautaborgarliðið á 15 leiktímabilum og ekki leikið fyrir annað félagslið á erlendri grundu.
Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis, segir minningar sínar frá lokamínútum í ótrúlegum 2-7 sigri Leiknis á HK í dag vera óljósar. Sigurinn varð til þess að liðið hélt sæti sínu í fyrstu deild karla í knattspyrnu.
Haustmót frisbígolfara á Austurlandi fór fram á Norðfirði á sunnudag en velli hefur verið komið upp í kringum skógræktarsvæðið og snjófljóðavarnagarðana fyrir ofan bæinn. Forsprakki frisbígolfara var ánægður með mótið og aukinn áhuga á greininni.
Blaklið Þróttar spila sína fyrstu heimaleiki um helgina þegar Stjarnan kemur í heimsókn. Talsverðar breytingar hafa orðið á báðum liðunum í sumar en þjálfararnir eru bjartsýnir á hægt verði að koma á óvart.
Kristófer Páll Viðarsson var hetja Leiknis Fáskrúðsfirði þegar hann skoraði fjögur mörk í 2-7 sigri á HK í dag sem bjargaði liðinu frá falli í aðra deild. Þangað fer Huginn í staðinn.
Þróttur vann báða leiki sína gegn Stjörnunni í Mizunodeild kvenna í blaki um helgina en liðin mættust í Neskaupstað. Þjálfari Þróttar sagði sigrana hafa byggst á góðri liðsheild og gríðarlegri baráttu.
Á laugardaginn verður hið árlega Hágarðahlaup í Neskaupstað, en samhliða uppbyggingu ofanflóðavarna á staðnum hafa verið lagðir göngustígar sem nýtast útivistarfólki afar vel.